Nýjustu greinarnar
-
Kennaraskortur
Ef við viljum hafa gott menntakerfi, þá þurfum við góðan grunn til að byggja á (góða námskrá, góða stjórnendur, gott námsefni, samræmt námsmat) og góða kennara. Það er til nóg af frábærum menntuðum, metnaðarfullum og góðum kennurum, en þeir eru margir hverjir ekki að kenna, þar spila laun og álag stóran þátt. Þetta er staðreynd sem…
-
Nemendur vita hvað skiptir máli
Unglingar eru mjög fljótir að átta sig á hvað skiptir raunverulega máli í skólanum. Þeir sjá lítinn tilgang í að gera eitthvað sem skiptir engu máli – sem sagt hefur engin áhrif á einkunnina þeirra. Til hvers í ósköpunum ættu þeir að leggja eitthvað aukalega á sig, fyrir eitthvað sem hefur engin bein áhrif á einkunnina þeirra? Ég hef heyrt frá mörgum…
-
Venjur í stærðfræði
Þegar nemendur eru komnir í framhaldsskóla, þá eru þeir búnir að byggja upp ákveðnar venjur í grunnskóla þegar kemur að stærðfræði. Í stærðfræðistofu eiga öll borð að snúa þannig að nemendur sjái kennaratöfluna og nemendur eiga að vera tilbúnir að glósa og hlusta á það sem kennarinn segir og æfa sig svo sjálf við að leysa dæmin…
-
Þarf að kunna margföldunartöfluna?
Í lok september var Menntakvika á vegum Háskóla Íslands þar sem á dagskrá voru margar spennandi málstofur sem tengdust meðal annars stærðfræði. Ein málstofan var með erindi sem bar nafnið Er mikilvægt að læra margföldunartöfluna betur í grunnskóla? Sú sem fjallaði um þetta erindi var Björg Pétursdóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. En hún gerði starfendarannsókn…
-
Einstaklingsmiðað nám
Hugleiðingar mínar þennan sunnudag felast í kennsluaðferðum, en ég er að taka námskeið á Menntavísindasviði í HÍ sem gengur út á að kynna fjölbreyttar nálganir stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Flestar kennsluaðferðir miðast við að nemendur séu að fara í svipað efni á sama tíma. Reynt er að koma til móts við hæga nemendur og aðlaga efnið…
-
Heimavinna, til hvers og fyrir hvern
Í dag langar mig að skrifa um heimavinnu í stærðfræði. Þrátt fyrir að það sé nánast búið að útrýma heimavinnu í grunnskólum á Íslandi, þá er ég fylgjandi heimavinnu í stærðfræði. Helsta ástæðan er sú að stór hluti nemanda nær ekki að hugsa með mikið áreiti í kringum sig og stærðfræði er sú námsgrein sem…
-
Ég kann þetta ekki
Ef við trúum því að við getum ekki lært stærðfræði, þá eru ágætis líkur á að við getum ekki lært stærðfræði. En hvers vegna trúa sumir nemendur að þeir geti ekki lært stærðfræði? Það geta auðvitað verið margar ástæður fyrir því, t.d. getur verið að einhver hafi sagt “þú getur aldrei lært stærðfræði”, það getur…
-
Stærðfræði spjall
Í vikunni var ég að ganga með hundinn minn í hverfinu mínu, sem er nálægt grunnskóla, þegar tvær unglingsstúlkur löbbuðu fram hjá okkur. Það gladdi mig óendanlega mikið að þær voru að tala um stærðfræði! Önnur sagði “og þess vegna held ég að maður eigi að deila með 8” og hin svaraði “ha, af hverju?”…
-
Að líða vel með að líða illa
Þegar nemendur eru að læra stærðfræði, þá eru þeir í nánast öllum tilfellum að byggja ofan á grunn sem þeir hafa fyrir. En sérhver ný viðbót er aðeins erfiðari en sá grunnur sem þeir hafa fyrir. Það er alltaf erfitt fyrir heilann að læra nýtt efni. En því erfiðara sem það er fyrir nemandann, því…
-
Að hugsa eða vera mataður af upplýsingum
En ég er núna að lesa bók sem er hluti af námskeiði sem ég er að taka á Menntavísindasviði í Háskóla Íslands, þar kemur fram að nemendur séu ekki að læra nema þeir séu að hugsa og nemendur eru ekki að hugsa ef þeim er sagt nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Ég er sammála því að nemendur eru ekki…