Category: Annað
-
Of löng sumarfrí?
Ég heyrði áhugavert viðtal á Bylgjunni í vikunni sem er að líða, þar sem verið var að ræða sumarfrí í skólum á Íslandi. Í kjölfarið fór ég að grúska í rannsóknum sem tengjast þessu efni. Sumarfrí í skólum eru mislöng eftir löndum. En í Bandaríkjunum og á Íslandi eru sumarfríin mjög löng miðað við önnur…
-
Ókeypis sumarspil
Ein af algengum mýtum um stærðfræði er að maður þurfi að læra svo mikið utan að. En það er ekki það sem stærðfræði gengur út á. Stærðfræði gengur nefnilega út á skilning og ef skilningurinn er til staðar þá er auðveldara að læra og skilja aðferðir sem hjálpa okkur að leysa verkefni á markvissari hátt.…
-
Niðurstaða innritunar, hvað svo?
Á fimmtudaginn lauk innritun fyrir 10. bekkinga í framhaldsskóla. Eins og alltaf, þá eru margir sem fengu ekki inngöngu í skólann sem þeir völdu sem fyrsta val og svo eru líka alltaf einhverjir sem fengu ekki inngöngu í fyrsta og annað val og fengu þá úthlutað skóla. Ef þú átt ungling sem fékk úthlutað drauma…
-
Símar í grunnskólum
Í síðustu viku átti skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fund með skólastjórum í Reykjavík þar sem meðal annars var rætt um símalausa skóla. Engin niðurstaða varð um það mál og því ljóst að í haust er það enn á valdi hvers skóla í Reykjavík að ákveða hvort símabann verði í skólum eða ekki. Þegar þessi umræða…
-
Flokkar foreldra
Einkunnir við lok 10. bekkjar voru fréttaefni í kvöldfréttum hjá RÚV tvö kvöld í vikunni sem er að líða – ásamt því að vera mikið til umræðu á öðrum fréttamiðlum. Þar var meðal annars verið að ræða um viðbrögð foreldra við einkunnagjöf skóla og áhyggjum þeirra af því hvaða afleiðingar einkunnir hafa varðandi inntöku í…
-
Afkomuviðvörun
Núna þegar rétt rúmlega vika er í skólaslit í flestum grunnskólum, þá langar mig að tala aðeins um einkunnir. En eins og ég hef skrifað um áður, þá er mikið ósamræmi á milli skóla sem er að valda miklu andlegu álagi, sérstaklega hjá nemendum sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að fá…
-
Að fresta að læra fyrir próf
Hefur þú lent í því að unglingurinn þinn sé að fara í próf, en frestar að byrja að læra fyrir prófið? Í þessu tilviki eru tvö ólík sjónarhorn. Þú hugsar kannski “af hverju ertu ekki byrjaður að læra fyrir prófið?” Á meðan unglingurinn þinn er að hugsa “nenni ekki að stressa mig yfir þessu strax,…
-
Listin að leiðast
Fyrir mörgum árum var toppurinn að fá að horfa á bíómynd saman í kennslustund. Í dag getur verið mjög erfitt fyrir unglinga að halda einbeitingu og horfa á eina bíómynd. Símarnir eru orðnir mikið samkeppnistæki og það er nánast allt leiðinlegra en að vera í símanum. En hvernig þjálfum við einbeitingu? Einbeiting er ekki vani…
-
Hvaða nemendur græða á aukatímum í stærðfræði?
Vissir þú að það græða ekki allir nemendur á því að fara í aukatíma? Ef þú átt ungling sem stendur höllum fæti í stærðfræði, en það hentar honum samt ekki að taka bara námskeið á netinu, þá langar mig til að vara þig smá við, en jafnframt veita þér ráð hvernig hann getur fengið sem…
-
Píanó, golf eða stærðfræði
Hvað er sameiginlegt með því að læra að spila á píanó, spila golf eða læra stærðfræði?Sumum finnst þetta svo ólíkt, en skilvirkustu aðferðirnar til að læra þetta eru þær sömu! Ef við ætlum að ná árangri í píanó, golfi eða stærðfræði þá skiptir mestu máli að nemendur hafi áhuga og langi virkilega að ná tökum…