fbpx

Category: Annað

  • Ég kann þetta ekki

    Ef við trúum því að við getum ekki lært stærðfræði, þá eru ágætis líkur á að við getum ekki lært stærðfræði. En hvers vegna trúa sumir nemendur að þeir geti ekki lært stærðfræði? Það geta auðvitað verið margar ástæður fyrir því, t.d. getur verið að einhver hafi sagt “þú getur aldrei lært stærðfræði”, það getur…

  • Stærðfræði spjall

    Í vikunni var ég að ganga með hundinn minn í hverfinu mínu, sem er nálægt grunnskóla, þegar tvær unglingsstúlkur löbbuðu fram hjá okkur. Það gladdi mig óendanlega mikið að þær voru að tala um stærðfræði! Önnur sagði “og þess vegna held ég að maður eigi að deila með 8” og hin svaraði “ha, af hverju?”…

  • Að líða vel með að líða illa

    Þegar nemendur eru að læra stærðfræði, þá eru þeir í nánast öllum tilfellum að byggja ofan á grunn sem þeir hafa fyrir. En sérhver ný viðbót er aðeins erfiðari en sá grunnur sem þeir hafa fyrir. Það er alltaf erfitt fyrir heilann að læra nýtt efni. En því erfiðara sem það er fyrir nemandann, því…

  • Að hugsa eða vera mataður af upplýsingum

    En ég er núna að lesa bók sem er hluti af námskeiði sem ég er að taka á Menntavísindasviði í Háskóla Íslands, þar kemur fram að nemendur séu ekki að læra nema þeir séu að hugsa og nemendur eru ekki að hugsa ef þeim er sagt nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Ég er sammála því að nemendur eru ekki…

  • Þangað til, hvað er til ráða?

    Umræðan síðustu vikur í tengslum við menntamál hefur líklega ekki farið fram hjá þér. Þangað til annað kemur í ljós, ætla ég að láta mig dreyma um að eftir þrjú til fjögur ár verði komin drög að kerfi sem heldur vel utan um stöðu nemenda, frábært kennsluefni sem styður við námskránna, samræmt matskerfi sem er…

  • Að muna lengur

    Það er liðin tíð að hafa stór lokapróf í grunn- og framhaldsskólum. Í stað þeirra eru skólar með minni verkefni eða próf til að meta stöðu nemenda og veita þeim endurgjöf. Grunnskólarnir fá gagnrýni fyrir að undirbúa nemendur ekki nógu vel fyrir framhaldsskólana og framhaldsskólarnir fá gagnrýni fyrir að undirbúa nemendur ekki nógu vel fyrir…

  • Trúir kennarinn á þinn ungling?

    Það hafa margar rannsóknir verið gerðar sem sýna fram á að það skiptir miklu máli að kennarar trúi því að nemendur geti náð árangri í námi. Einnig skiptir máli að kennarar viti að það fæðist enginn t.d. góður í stærðfræði og að allir geti orðið góðir í stærðfræði, ef þeim langar til þess og þeir…

  • Hagur nemenda eða hagur þeirra sem stjórna?

    Ég veit ekki hvort þú hefur verið að fylgjast með umræðunni í menntamálum síðustu vikur, en þar hefur umræðan að mestu leyti snúist í kringum slæma stöðu nemenda og hverjum það sé að kenna. Forysta kennarasambandsins og ráðherra barna- og menningarmála hafa, að mínu mati, farið í algjöra vörn í stað þess að hlusta á…

  • Læra minna og oftar

    Eins og með margt í lífinu, þá er betra að gera eitthvað lítið og oft, heldur en mikið og sjaldan. Til dæmis er betra að borða eitt epli á dag, í stað þess að borða sjö epli á sunnudögum og það er betra að hreyfa sig hálftíma á dag í staðin fyrir að hreyfa sig…

  • Kennsluefni við hæfi

    Eins og kemur líklega fæstum á óvart, þá eru nemendur mismunandi og það er ekki til nein ein kennsluaðferð eða ein stærðfræðibók sem er best og hentar öllum. En stóra spurningin er, er þinn unglingur með kennsluefni við hæfi í stærðfræði? Kennslubækur í stærðfræði sem kenndar hafa verið síðustu áratugina eru ólíkar. Sumar henta nemendum…