Viltu taka stutta PISA könnun?
Ég er enn uppveðruð eftir PISA niðurstöðurnar, þú ert líklega ekki alveg þar, en ég var að þýða og setja upp stutta PISA könnun sem þú eða unglingurinn þinn gæti viljað spreyta sig á.

Þessi stutta könnun samanstendur af fimm spurningum úr stærðfræðihlutanum í síðustu PISA könnun.
Það er ekki hægt að taka þessa könnun með símann í annari og fjölskyldumeðlim í bakgrunni. Ef þú eða unglingurinn þinn vill taka könnunina, þá mæli ég með því að þú eða hann hafir næði ásamt blaði og blýanti til að skrifa einhverja punkta og reikna.
Hérna er bein slóð á könnunina:
https://staer.is/p/pisa-prof
Gyða stærðfræðikennari
hjá stærðfræði.is