fbpx

Jákvæðir skýringarhættir

Í aðdraganda mikilla verkefnaskila og prófa, þá langar mér að minna á mikilvægi þess að æfa sig í að tala uppbyggilega til sín.

Heilinn okkar er hannaður þannig, að við getum, með markvissum æfingum æft okkur í að breyta hugarfari okkar og því hvernig við bregðumst við.

Jákvæðir skýringarhættir

T.d. ef unglingurinn þinn fer í próf og það gengur ekki vel, þá er hægt að túlka þann “atburð” á tvo ólíka vegu.

Önnur leiðin væri að koma með jákvæða skýringarhætti, eins og “ég hefði þurft að undirbúa mig betur undir prófið” eða “ég ætla að læra meira eða öðruvísi fyrir næsta próf”.

Jákvæðir skýringarhættir eru útskýringar sem eru ekki persónulegar, ekki algildar og ekki langvarandi.

Hin leiðin, væri að nota neikvæða skýringarhætti fyrir því að honum gekk ekki vel í prófinu. Þá myndi hann t.d. segja “ég er svo heimskur” eða “ég kann ekki að læra fyrir próf”.

Ef unglingurinn þinn vill þjálfa sig í seiglu, þá virkar það einungis ef notaðir eru jákvæðir skýringarhættir. Við græðum sem sagt ekkert á því að rífa okkur niður, heldur græðum við á því að “peppa” okkur áfram með uppbyggilegum ástæðum fyrir því hvers vegna gekk ekki vel.

Eflaust eru margir sem leita í neikvæða skýringarhætti, þegar það gengur illa í verkefnum eða prófum, en þetta er hægt að þjálfa eins og allt annað. Það sem skiptir mestu máli er að gera sér grein fyrir því hvernig maður bregst við, og ef það eru neikvæðir skýringarhættir, að æfa sig þá í að nota uppbyggilega jákvæða skýringarhætti.

Nemendur (og allir) sem temja sér að nota jákvæða skýringarhætti, trúa því að þeir geti haft áhrif á líf sitt og geri þá um leið ábyrgari fyrir sínu námi. Það er því mikill ávinningur af því að vera meðvitaður um hvernig við bregðumst við slæmu gengi í verkefni eða prófi.


Posted

in

by

Tags: