fbpx

Hvernig finnst þér stærðfræði – fyrri hluti

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að skoða og lesa mér til um hvað hefur áhrif á það hvernig nemendur upplifa stærðfræði. Af hverju eru sumir sem elska stærðfræði – og af hverju er stærðfræði vinsælasta óvinsæla fagið!


Það eru bæði innri og ytri þættir sem hafa áhrif á hvað okkur finnst um stærðfræði.

Svo þessi póstur verði ekki of langur þá ætla ég í dag bara að nefna dæmi um fjóra ytri þætti sem geta haft áhrif á það hvernig við upplifum stærðfræði?

Sjónvarpsþættir

Sjónvarpsþættir sem eru sérstaklega markaðssettir fyrir börn og unglinga tala almennt neikvætt um stærðfræði. “Stærðfræðin er erfið og það eru bara einhverjir nördar sem eru góðir í stærðfræði“. Þetta er ekki gott.

Þegar ég las um þetta fyrst (fyrir 8 árum) og sagði dóttir minni frá þessu, þá var ég nú ekki alveg sammála. En síðan fór dóttir mín að kalla á mig og láta mig vita þegar þessir unglingaþættir voru að tala niður til stærðfræðinnar og þá áttaði ég mig á því að þetta er mjög algengt í þáttum sem eru hugsaðir og markaðssettir fyrir börn og unglinga.

Þegar ég ræddi þessi mál við nemendur í kennslustofu, þá fannst þeim út í hött að sjónvarpsþættir gætu haft áhrif á viðhorf þeirra til stærðfærði. “Glætan að einhver sjónvarpsþáttur hafi áhrif á það hvað mér finnst um stærðfræði!“. En svo minni ég nemendur á það að sjónvarpsþættir eru eins og auglýsingar, allt í einu langar okkur í nýjasta símann eða nýjustu skóna, en við höfum ekki hugmynd um af hverju. Það er af því að það sem við sjáum og heyrum í umhverfinu hefur áhrif, líka það sem við horfum á í sjónvarpinu (eða iPadinum/símanum).

Greindarpróf

Þegar ég var að alast upp, þá heyrði maður talað um greindarpróf og þau voru notuð til að stimpla nemendur. Þessi nemandi er með lága greindavísitölu og þess vegna getur hann ekki lært t.d. stærðfræði.

En nýlegar rannsóknir staðfesta og sýna að sumir fæðast með ákveðið forskot, en það skiptir engu máli. Það sem skiptir mestu máli er að því meira sem við lærum og notum heilann, því gáfaðri verðum við.

Þegar ég var að kenna í kennslustofu fékk ég oft til mín nemendur sem höfðu verið settir í greindarpróf og voru með lága greindarvísitölu. En ég skal segja það hreint út að það hafði engin áhrif á getu þeirra til að læra stærðfræði, það eina sem þurfti að vera til staðar var vinnusemin og þrautseigjan!

Eftir að hafa verið ósátt við að fá til mín nemendur sem búið var að “stimpla” að ættu í erfiðleikum með nám, þá fór ég að lesa mér til um þessi greindarpróf og ég var mjög hissa. Rétt upp úr 1900 var Alfred Binnet beðinn að búa til greindarpróf (fyrsta greindarprófið), til að finna út hvaða nemendur komu illa út úr þessum prófum, til þess að geta veitt þeim betri aðstoð og komið þeim á réttan stað!

Markmið greindarprófanna var því ekki að stimpla nemendur og ákveða að þeir gætu ekki lært – heldur vissu þeir að allir gætu lært, en það þyrfti bara að grípa þá sem skoruðu lágt og veita þeim aðstoð.

Kennarar

Kennarar geta haft gríðarlega mikil áhrif á það hvernig nemendur upplifa stærðfræði og hvað þeim finnst um stærðfræði. Ég ætla bara að segja það hreint út að allra hræðilegustu kennararnir eru þeir kennarar sem segja við nemendur að þeir geti ekki lært eitthvað!

En það er ekki það sem ég ætla að tala um hér. Heldur ætla ég að tala um kennara sem vilja allt það besta fyrir nemendur en nota orð sem rannsóknir sína að verður til þess að einkunnir nemenda og áhugi á stærðfræði minnkar.

Ég gæti svo sem skrifað heila bók bara um þetta atriði, en í stuttu máli er niðurstaðan þessi:

Kennarar sem hrósa nemendum fyrir að vera snöggir og klárir, ættu ekki að gera það, því það verður til þess að einkunnir þessara nemenda verða verri. Nemendur sem fá svona hrós þora síður að taka að sér krefjandi verkefni, því ef þeir klúðra þeim, þá hljóta þeir að vera vitlausir.

Aftur á móti, kennarar sem hrósa nemendum fyrir að sýna vinnusemi og þrautseigju, ættu að halda því áfram. Því nemendur vilja alltaf fá hrós og ef þeir vita að þeir frá hrós fyrir að reyna og leggja mikið á sig – þá vilja þeir halda áfram að fá krefjandi og skemmtileg verkefni.

Foreldrar

Síðasta atriðið sem mig langar að nefna (þau eru miklu fleiri) er hvaða áhrif foreldrar geta haft á börnin sín.

Rannsóknir sýna að ef barn á í erfiðleikum með stærðfræði og foreldri segir “æi, þetta er allt í lagi, ég var hvort eð er aldrei góð í stærðfræði”, þá verður það til þess að börnin samsama sig foreldrum sínum og einkunnir þeirra fara að dala.

Hvað eiga foreldrar þá að gera ef þeim gekk ekki vel í stærðfræði? Þá er best að segja ekki neitt, nema nýta hvert tækifæri til að hrósa barninu fyrir vinnusemi og þrautseigju 🙂



Markmið mitt á öllum námskeiðunum mínum er að vinna með viðhorf nemenda (ásamt því að kenna þeim stærðfræði). Það skiptir svo miklu máli að nemendur hafi réttar upplýsingar, fái leiðbeiningar um hvernig heilinn þeirra virkar og hvað þarf til að ná árangri í stærðfræði.

Það er ekki nóg að segja það einu sinni, þess vegna tala ég um það, daglega svo nemendur nái að melta, æfa sig og tileinka sér nýtt viðhorf gagnvart stærðfræði.

Fyrsta námskeiðs sumarsins byrjar á mánudaginn – það er frábært að nýta sumarið til að komast á réttan stað í stærðfræði!
Smelltu á vefslóðirnar hérna fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um námskeiðin:
10. bekkur​
9. bekkur​
​8. bekkur​
7. bekkur​

Bestu kveðjur,
Gyða stærðfræðikennari
hjá stærðfræði.is

PS. Læt fylgja með nokkur ummæli af námskeiðunum hjá mér:


Í fyrsta sinn heyrði ég drenginn minn segja að stærðfræðitími í skólanum hafi verið skemmtilegur. Aukið sjálfstraust, áhugi, þekking og færni er það sem námskeiðið fyrir nemendur í 10. bekk færði honum. Takk innilega fyrir okkur.

– Foreldri nemanda á “Námskeið fyrir 10. bekk”

Ótrúlega hvetjandi og skemmtilegt námskeið. Ég hef aldrei séð drenginn minn reikna af jafn miklum áhuga. Það sem kom mér mest á óvart var að sjálfstraust hans jókst – ekki bara í stærðfræði heldur breyttist viðhorf hans til náms almennt og hann fór að sýna meira sjálfstraust og áhuga í öðrum fögum! Þetta var nákvæmlega það námskeið sem hann þurfti.

– Foreldri nemanda á “Námskeið fyrir 9. bekk”

Dásamlegt námskeið sem hefur verulega aukið áhugann á stærðfræði hjá mínum dreng. Það er svo ómetanlegt að sjá úthaldið og áhugann sem hefur aukist eftir námskeiðið.

– Foreldri nemanda á “Námskeið fyrir 8. bekk”

Skemmtilegt og hvetjandi námskeið. Uppbyggileg og jákvæð myndbönd sem fylgja hverju dæmi. Mínum dreng fannst Gyða útskýra stærðfræðina á annan hátt en aðrir kennarar – þægilegan og einfaldan hátt.
Takk kærlega fyrir okkur

– Foreldri nemanda á “Námskeið fyrir 7. bekk”


Posted

in

by

Tags: