fbpx

Hvað getur þinn unglingur?

Námsleg geta nemenda er oft metin út frá greiningum (ADHD, lesblindu,…) eða fyrri sögu nemanda úr skólagöngu eins og einkunnum. Þegar það er gert er oft verið að “stimpla” nemendur og jafnvel draga úr námslegri getu nemenda.

Hvað getur þinn unglingur

Margir nemendur fá oft aðlagað efni í stærðfræði án þess að þeir séu spurðir um leyfi eða geri sér grein fyrir hvað það þýði. Nemendur með aðlagað efni í stærðfræði geta til dæmis ekki klárað grunnskólann og farið strax á þrep 2 í stærðfræði í framhaldsskóla, þrátt fyrir að fá A+ í aðlagaða efninu, heldur þurfa þeir að taka tvo stærðfræðiáfanga á þrepi 1 (sem tilheyrir grunnskólaefni) áður en þeir fá að fara í framhaldsskólaefni í stærðfræði.

En að mínum mati, þá getur kennari eða foreldri ekki ákveðið námslega getu nemanda. Það er eins og að leyfa öðrum að meta hvað honum langar til að gera. Námsleg geta nemenda er nefnilega háð því hvort að nemandanum langi til að ná árangri og sé tilbúinn að leggja á sig vinnuna við að ná árangri. Væntingar kennara spila einnig stóran þátt í árangri nemenda, en sá þáttur sem vegur stærst er þáttur sem nemandinn hefur meiri stjórn á.

Ég á mér draum að nemendur séu sífellt minntir á að þeir geti haft einhverjar hamlanir eða erfiðleika sem gerir þeim aðeins erfiðara með að læra. Það sé hægt að nota það sem afsökun ef þeir hafa engan áhuga á að læra efnið. En ef þeim langar að ná árangri og standa sig í ákveðnu efni þá geta þeir notað þessa erfiðleika sem ástæðu til þess að láta það ekki stoppa sig og geta þrátt fyrir þessa erfiðleika náð mjög góðum tökum á efninu.


Posted

in

by

Tags: