Nýjustu greinarnar
-
Einkunn við lok 10. bekkjar
Núna er upphaf nýrrar annar í grunnskólum landsins, en áður en við vitum af er komið vor. Það er því gott að huga strax að því hvernig staða þíns barns eða unglings er í stærðfræði. Þrátt fyrir að þessi póstur sé mest aðkallandi fyrir foreldra sem eiga nemendur í 10. bekk, þá ætti þetta að…
-
Reglur sem virka stundum?
Nemendur sem standa höllum fæti í stærðfræði upplifa oft að sumar reglur virki bara stundum í stærðfræði. Þegar þessi staða kemur upp, þá er mjög mikilvægt að finna sannanir og rannsaka hvers vegna nemendum finnst þetta. Það er nefnilega alltaf um misskilning að ræða sem getur, eftir að misskilningurinn hefur verið leiðréttur, haft jákvæð áhrif á viðhorf nemenda til stærðfræði.…
-
Það er allt hægt
Þrátt fyrir að stærðfræði sé fag sem byggir á ákveðnum grunni og því kannski ekki raunhæft að læra mjög mikið á stuttum tíma, þá hafa fjölmargir nemendur náð undraverðum árangri á mjög stuttum tíma. Viðhorf nemenda vegur þar stóran þátt. Hérna er tölvupóstur frá foreldri sem er einungis eitt dæmi um það hvernig hægt er að snúa blaðinu við á mjög skömmum tíma: Nýtt ár felur…
-
Árangur þrátt fyrir erfiðleika
Mín aðferðafræði þegar kemur að kennslu, er að leggja áherslu á að breyta viðhorfi nemenda til náms og einnig finna leiðir til að hvetja nemendur áfram í námi. Ég var að lesa grein í Journal of Educational Psychology þar sem fjallað er um rannsókn sem gerð var á um 500 nemendum í 9. og 10.…
-
Hvernig frestari er unglingurinn þinn?
Ég hef skrifað áður um frestun, en hef þá verið að skoða hvers vegna við frestum og hvað sé til ráða. En í stuttu máli sagt að þá frestum við út af tilhugsuninni við að gera það sem við þurfum að gera – en ekki endilega af því að okkur finnist það leiðinlegt. Því um…
-
Upprifjun er nauðsynleg
Ég held að flestir nemendur hafi lent í því að finnast þeir kunna eitthvað efni mjög vel í stærðfræði, en svo gleyma þeir öllu sem þeir eru búnir að læra þegar þeir mæta í stærðfræðiprófið. Þetta er bara eðlilegt og þetta er í samræmi við það hvernig heilinn virkar og hvernig við lærum. Ef þetta…
-
Jákvæðir skýringarhættir
Í aðdraganda mikilla verkefnaskila og prófa, þá langar mér að minna á mikilvægi þess að æfa sig í að tala uppbyggilega til sín. Heilinn okkar er hannaður þannig, að við getum, með markvissum æfingum æft okkur í að breyta hugarfari okkar og því hvernig við bregðumst við. T.d. ef unglingurinn þinn fer í próf og…
-
Að æfa rökhugsun
Nemendur í grunnskólum á Íslandi skora lágt í rökhugsun á PISA og mun lægra en nemendur á hinum Norðurlöndunum. En hver skyldi vera helsta ástæða þess? Það er margt sem getur legið að baki, en stór ástæða þess er líklega sú að íslenskir nemendur eru ekki vanir að taka munnleg próf, þar sem þeir þurfa að færa…
-
Það er ekki nóg að mæta
Þegar unglingar stunda íþróttir, þá er yfirleitt nóg að mæta á æfingu og árangurinn skilar sér. En þegar kemur að því að vinna með hausinn, eins og í stærðfræði, þá er alls ekki nóg að bara mæta. Ég er alltaf með einhverja nemendur sem mæta ágætlega, en nenna ekki að gera neitt og halda samt sem áður að þeir séu að læra eitthvað í stærðfræði, af því að þeir eru að mæta í tíma. Þetta sama gildir um einkatíma í stærðfræði, það er ekki nóg að mæta. Þegar ég tók að mér einkatíma (í raunheimi) í…
-
Skilningur eða þjálfun
Hvort skiptir meira máli að nemendur skilji það sem þeir eru að gera í stærðfræði eða fá góða þjálfun í aðferðum? Ég held að flestir séu sammála um að nemendur þurfa að skilja hvað þeir eru að gera og þeir þurfa líka að fá tækifæri til að þjálfa sig í að leysa verkefni með skilvirkum aðferðum. Hvað er prófað…