fbpx

Nýjustu greinarnar

  • Líkamsstaða hefur áhrif

    Í dag ætla ég að fjalla um hvernig líkamsstaða hefur áhrif – bæði jákvæð og neikvæð. Rannsóknir hafa sýnt að þegar við stöndum eins og súpermann (upprétt, rétt rúmlega axlarbreidd á milli lappa með hendur á mjöðmum) eykst sjálfstraust okkar og margar rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðnar líkamsstöður geta haft jákvæð og neikvæð…

  • Fimm tegundir frestunar

    Ég hef skrifað áður um frestun, en hef þá verið að skoða hvers vegna við frestum og hvað sé til ráða. En í stuttu máli sagt að þá frestum við út af tilhugsuninni við að gera það sem við þurfum að gera – en ekki endilega af því að okkur finnist það leiðinlegt. Því um leið og við…

  • Framhaldsskólinn og háskólanám

    Undirbýr framhaldskólinn nemendur nægjanlega vel fyrir háskólanám eftir styttingu framhaldsskólans? Fyrir stuttu síðan skrifaði ég pistil um framtíð stærðfræðinnar, en var þá fyrst og fremst að tala út frá grunnskólanum. En í stuttu máli kom þar fram að ég hef verulegar áhyggjur af menntun barna í grunnskóla, sérstaklega sem snýr að stærðfræði. Það hefur svo mikið…

  • Ákveða fyrst, finna svo út hvernig

    Þegar við viljum ná einhverju markmiði í lífinu, þá er best að ákveða fyrst markmiðið og finna svo út hvernig við náum markmiðinu. Ef heilinn veit að við ætlum að ná þessu markmiði, þá getur hann verið ótrúlega útsjónarsamur að finna leiðir til þess. Segjum t.d. að ég ætli að ganga í fyrirtæki og safna…

  • Eru límmiðar hvetjandi?

    Gætu límmiðar virkað hvetjandi á nemendur í 10. bekk? Það var einmitt spurning sem ég spurði mig þegar ég var að kenna unglingum í 10. bekk árið 2007. Ég hafði verið að reka hugbúnaðarfyrirtæki sem var að fara í gegnum eigendaskipti og ég var byrjuð að undirbúa flutning til Bandaríkjanna þegar ég sá auglýsta tímabundna…

  • Framtíð stærðfræðinnar

    Það er mikið af foreldrum búnir að hafa samband við mig síðustu daga af því að þeir vita hreinlega ekki hvar barnið þeirra eða unglingur stendur í stærðfræði og ég velti fyrir mér hver sé framtíð stærðfræðinnar hérna á Íslandi. Þetta var töluvert auðveldara fyrir örfáum árum, en þá vissu foreldrar nákvæmlega hvar barnið þeirra…

  • Að læra í sumarfríinu?

    Í mars 2013 fékk ég þá hugmynd að búa til 5 vikna námskeið í stærðfræði fyrir nemendur í 10. bekk – nánar tiltekið undirbúa nemendur í 10. bekk fyrir samræmt próf í stærðfræði sem átti að vera um haustið. Meðan ég var að taka upp kennslumyndböndin þá hugsaði ég oft:Er einhver unglingur sem er tilbúinn að verja hluta…

  • Hvað finnst þér um stærðfræði- seinni hluti

    Af hverju finnst okkur stærðfræði skemmtileg eða leiðinleg eða bara hlutlaus? Við vitum það ekki fyrir víst hvað það er sem hefur áhrif á viðhorf okkar til stærðfræði, enda er það mismunandi eftir einstaklingum. Í síðasta pósti talaði ég um ytri þætti sem geta haft áhrif á hvað þínum unglingi finnst um stærðfræði. Í dag…

  • Hvernig finnst þér stærðfræði – fyrri hluti

    Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að skoða og lesa mér til um hvað hefur áhrif á það hvernig nemendur upplifa stærðfræði. Af hverju eru sumir sem elska stærðfræði – og af hverju er stærðfræði vinsælasta óvinsæla fagið! Það eru bæði innri og ytri þættir sem hafa áhrif á hvað okkur finnst um stærðfræði.​Svo…

  • Að þora að spyrja í tímum

    Mér finnst mjög áhugavert að skoða hvers vegna nemendur þora ekki að spyrja spurninga í tímum. Því eins og ég hef áður sagt, þá er stærðfræði rannsóknarvinna og því mikilvægt að nemendur þori að spyrja spurninga. Það er einkum tvennt sem hefur áhrif á það hvers vegna nemendur spyrja ekki spurninga. Eitt er persónuleiki nemenda…

  • Sögur af árangri eða erfiðleikum

    Mín aðferðafræði þegar kemur að kennslu er að leggja áherslu á að breyta viðhorfi nemenda náms og einnig finna leiðir til að hvetja nemendur áfram í námi. Ég var að lesa grein í Journal of Educational Psychology þar sem fjallað er um rannsókn sem gerð var á um 500 nemendum í 9. og 10. bekk…

  • Skilaboð kennara

    Í vikunni var frétt af nemanda, Herdísi Ósk, sem útskrifaðist með fyrstu einkunn í BA prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema vegna þess að hún fékk að heyra það frá kennara í grunnskóla að hún væri vitlaus og löt og gæti ekki lært eitthvað mikilvægt. Það sem…