fbpx

Framtíð stærðfræðinnar

Það er mikið af foreldrum búnir að hafa samband við mig síðustu daga af því að þeir vita hreinlega ekki hvar barnið þeirra eða unglingur stendur í stærðfræði og ég velti fyrir mér hver sé framtíð stærðfræðinnar hérna á Íslandi.

Þetta var töluvert auðveldara fyrir örfáum árum, en þá vissu foreldrar nákvæmlega hvar barnið þeirra eða unglingur stóð í stærðfræði. Það er einkum þrennt sem hefur breyst:

Huglægt námsmat sem fáir foreldrar skilja

Í dag eru einkunnir í bókstöfum, til að byrja með áttu þessir bókstafir bara að vera B og C. Þar sem B þýddi að þú kunnir efnið og C þýddi að þú kunnir ekki efnið. Mjög einfalt, en erfitt að átta sig á stöðu nemenda með þessu kerfi.
Ef unglingurinn þinn fékk alltaf 7-8 í einkunn í prófum hér áður, þá var það ágætis vísbending um að hann stæði nokkuð vel í stærðfræði og líklega yrði lokaeinkunn um vorið í samræmi við það.

Í dag hjá nemendum sem eru að fá C og B á víxl, þá getur lokaeinkunn fallið á báða vegu, en önnur einkunninn er “þú kannt ekki efnið” og hin er “þú kannt efnið”.

Ef þú vilt að unglingurinn þinn geti valið hvaða framhaldsskóla hann sækir um í, þá þarf markmið hans að vera að fá að lágmarki B í öllum verkefnum/prófum – en í raun þýðir einkunnin B að nemandinn kunni efnið upp á 10 í gamla kerfinu.

Í sumum skólum er enn verið að nota tölustafi og varpa þeim yfir í bókstafi sem gerir það að verkum að það er mikið ósamræmi í einkunnum millli skóla. En eins og ég hef oft skrifað um áður, þá eru sumir skólar sem gefa alls ekki A í einkunn á meðan aðrir skólar eru ansi gjafmildir á A.

Engin samræmd próf

Núna er búið að fella niður samræmd próf og verða innleidd önnur próf á næstu árum (eða svo er sagt). Samræmd próf voru frábært mótvægi við einkunnir í bókstöfum, þar sem mat þeirra var ekki huglægt og tengdist eingöngu getu nemenda í stærðfræði. Einkunnir í samræmdum prófum í 4., 7. og 9. bekk voru frábær vísbending um stöðu barna og unglinga í stærðfræði.

Engin heimavinna

Þróunin síðustu ár hefur verið að minnka heimavinnu, núna er ég ekki með nákvæma tölfræði en miðað við það sem ég heyri frá foreldrum þá er meirihluti skóla hættir með heimavinnu. Það gerir foreldrum enn erfiðara fyrir að átta sig á stöðu nemenda í stærðfræði. Foreldrar vita ekki einu sinni hvaða efni börnin þeirra eru að læra í skólanum (ekki bara í stærðfræði, heldur öllum fögum).

Hvað getur þú sem foreldri gert?

Núna styttist í að skólarnir byrji og ég ráðlegg þér að setja þig í samband við stærðfræðikennara skólans strax í upphafi skólaárs og fáð aðstoð til að skilja hvar þitt barn eða unglingur er staddur í stærðfræði.

Ef þú heldur að barnið þitt eða unglingur þurfi að styrkja grunninn og sjálfstraustið í stærðfræði – skoðaðu þá endilega hvort að namskeið hjá mér gæti hentað þínum unglingi (nánar um það í PS. hérna fyrir neðan).

Ein spurning til þín sem foreldri, veist þú nákvæmlega hvar barnið þitt eða unglingur stendur í stærðfræði í dag?
Þú mátt endilega svara þessari spurningu ef þú hefur tök á því.

Þú mátt líka endilega spyrja mig ef þú hefur einhverjar spurningar um eitthvað! 🙂

Bestu kveðjur,
Gyða stærðfræðikennari
hjá stærðfræði.is

Það er alltof algengt að foreldrar fái tilkynningar frá stærðfræðikennaranum um að barnið eða unglingur þurfi að fara í aðlagað efni. Ef það er eitthvað sem bendir til þess núna í upphafi skólaárs, þá er nauðsynlegt að fá það á hreint og bregðast strax við því. Að mínu mati ætti enginn nemandi að fara í aðlagað efni, eins og ég hef skrifað um áður (t.d. Stjörnumerkt einkunn, hvað er til ráða? og Stjörnumerking veistu hvað það er?)

PS. Hérna eru vefslóðir á frábæru námskeiðin mín, sem hafa ekki bara það markmið að styrkja grunninn í stærðfræði, heldur líka styrkja sjálfstraustið og fá nemendur til að tileinka sér stærðfræði viðhorf.
​Námskeið fyrir nemendur á leið í 10. bekk​
Námskeið fyrir nemendur á leið í 9. bekk​
Námskeið fyrir nemendur á leið í 8. bekk​
​Námskeið fyrir nemendur á leið í 7. bekk


Posted

in

by

Tags: