fbpx

Er hægt að mæla vaxandi hugarfar?

Henry Ford sagði einhvern tíma:

Whether you think you can
or you think you can’t
you’re right

Til að ná árangri í stærðfræði og lífinu almennt þá er mikilvægt að við trúum því að við getum gert það sem okkur langar til að gera. 

Ef við trúum því að við getum ekki lært stærðfræði þá erum við með hamlandi hugarfar (e. fixed mindset) sem verður til þess að við getum ekki lært stærðfræði. 

En, ef eins og Henry Ford sagði, ef við trúum því innst inni að við getum lært stærðfræði – þá getum við það. 

Ég tala mikið um vaxandi hugarfar (e. growth mindset) þegar ég er að kenna og þeir nemendur sem eru hjá mér í tímum í kennslustofu vita alveg að “allir geta lært stærðfræði” og vita að til að ná árangri í stærðfræði þá verðum við að tileinka okkur vaxandi hugarfar. 

En hvernig er hægt að mæla hvort nemendur séu með vaxandi hugarfar þegar kemur að stærðfræði? Það er alla vega ekki hægt að leggja fyrir þá spurningalista og spyrja – því þeir vita alveg hverju þeir eiga að svara.

Eina leiðin til að virkilega meta hvort nemendur séu að tileinka sér vaxandi hugarfar er að fylgjast með þeim leysa krefjandi verkefni og lenda í vandræðum. Ef þeir halda áfram og reyna við verkefnið og spyrja góðra spurninga – þá eru þeir að ná að tileinka sér vaxandi hugarfar. 

Ef nemendur gefast fljótt upp þá þurfa þeir líklega að æfa sig aðeins meira í þáttum sem stuðla að vaxandi hugarfari. 

Við getum verið með vaxandi hugarfar t.d. í fótbolta en hamlandi hugarfar þegar kemur að því að læra tungumál. En það frábæra er að það er hægt með einföldum leiðum og æfingum að breyta hugarfari úr hamlandi í vaxandi. 

Hvernig hugarfar (vaxandi eða hamlandi) heldur þú að þinn unglingur sé með þegar kemur að stærðfræði? Og hvernig metur þú það? 
Þú mátt endilega svara þessari spurningu með því að svara þessum pósti.

Bestu kveðjur,
Gyða stærðfræðikennari
https://staerdfraedi.is/


Posted

in

by

Tags: