fbpx

Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar á Íslandi er á þriðjudaginn. Þrátt fyrir að sá dagur sé ekki jafn stór og viðamikill og dagur íslenskrar tungu, þá verður hann það vonandi í nánustu framtíð.

Við Íslendingar héldum fyrst upp á þennan dag stærðfræðinnar þann 27. september árið 2000, en þá var einmitt Alþjóðlegt ár stærðfræðinnar. Eftir það héldum við upp á þennan dag, fyrsta föstudag í febrúar, en árið 2020 var ákveðið að færa þennan dag yfir á Pí-daginn sem er 13. mars.

Pí-dagurinn (e. Pie day) er nefndur í höfuðið á óræðu tölunni Pí og þessi dagur (3/14) valinn þar sem óræða talan pí byrjar á 3,14. En pí er “nákvæmlega” talan sem þú færð þegar þú ert með hring og tekur ummál hringsins og deilir í það með þvermáli hringsins.

Dagur stærðfræðinnar
Dagur stærðfræðinnar eða pí-dagurinn

Þrátt fyrir að byrjað hafi verið að nota pí 200 árum fyrir Krist, þá er stutt síðan byrjað var að halda upp á þennan dag um allan heim. Því má þakka eðlisfræðingnum Larry Shaw. En árið 1988 langaði honum að bæta starfsandann þar sem hann var að vinna og bjóða upp á ávaxtabökur (e. pie, hljómar eins og pí borið fram á ensku) og te þennan dag, 14. mars klukkan 1:59 eftir hádegi (þar sem næstu stafir á eftir 3.14 eru 159).

Nokkrum árum seinna áttaði Shaw sig á því að 14. mars væri einnig fæðingardagur Albert Einsteins og tók hann þá að halda árlega upp á þennan merkilega dag. Fleiri og fleiri áhugamenn um stærðfræði tóku síðan upp á að halda upp á þennan dag og árið 2009 var þessi dagur orðinn mjög vinsæll um allan heim.

Ég hvet alla til að gera eitthvað spennandi í tilefni dagsins, t.d. með því að leysa skemmtilegar þrautir eða jafnvel gæða sér á ljúffengri böku.

Bestu kveðjur,
Gyða stærðfræðikennari
hjá stærðfræði.is 


Posted

in

by

Tags: