fbpx

Category: Annað

  • Einkunnaverðbólga

    Það hefur mikið verið talað um einkunnaverðbólgu í grunnskólum. Í nýlegu viðtali við Jón Pétur, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla, kemur fram að mun fleiri nemendur séu að útskrifast með B úr 10. bekk, heldur en niðurstöður PISA gefa til kynna að ættu að gera. Einnig hafa viðtöl við framhaldsskólakennara á vegum STEM-hópsins bent til þess að nemendur úr grunnskóla…

  • Þetta extra

    Ef það er eitthvað sem okkur langar til að læra, þá getum við líklega fengið allar upplýsingar sem við þurfum frítt með því að leita á netinu eða fá lánaðar einhverjar bækur. En það að langa til að ná tökum á einhverju eða læra eitthvað, snýst yfirleitt ekki um aðgang að upplýsingunum. Það er nóg…

  • Einkunnir skipta ekki máli fyrr en í 10. bekk

    Um daginn heyrði ég einn pabba segja að strákurinn sinn og félagar hans standa á þeirri skoðun að einkunnir skipti engu máli fyrr en í 10. bekk. Það sé því alveg óþarfi að læra og leggja mikið á sig í 8. og 9. bekk – en svo setja bara allt á fullt í 10. bekk.…

  • Ef markmiðið hans er B, hvað er þá mitt markmið?

    Átt þú ungling sem stendur höllum fæti í stærðfræði og langar til þess að ná góðum tökum á stærðfræði? Ef svo er, hvaða merkingu setur hann í að ná góðum tökum á stærðfræði og hvers vegna langar hann að ná góðum tökum á stærðfræði?​Yfirleitt langar nemanda til að ná tökum á stærðfræði, af því að hann…

  • Símat í stærðfræði

    Ég hef verið að kenna stærðfræði á framhaldsskólastigi í rúman áratug. Í þeirri kennslu hef ég meðal annars kennt nemendum sem ná ekki stærðfræði í grunnskóla. Í gamla kerfinu voru það nemendur sem náðu ekki 5 í einkunn og í bókstafakerfinu eru það nemendur sem ná ekki B í einkunn. Það hefur margt breyst í…

  • Hvað getur þinn unglingur?

    Námsleg geta nemenda er oft metin út frá greiningum (ADHD, lesblindu,…) eða fyrri sögu nemanda úr skólagöngu eins og einkunnum. Þegar það er gert er oft verið að “stimpla” nemendur og jafnvel draga úr námslegri getu nemenda. Margir nemendur fá oft aðlagað efni í stærðfræði án þess að þeir séu spurðir um leyfi eða geri…

  • Reyna eða sýnidæmi?

    Þessa dagana er ég að lesa bækur og rannsóknir sem snúa að því hvernig sé best að kenna nemendum ákveðið efni. Þær rannsóknir sem ég hef verið að skoða síðustu daga snúa að því að kanna hvort að það sé betra að láta nemendur reyna fyrst við dæmi og fá síðan að sjá hvernig dæmið…

  • Stærðfræðipróf

    Þessa dagana og næstu vikur eru flestir nemendur í grunnskólum að taka próf. Einnig eru margir 10. bekkingar að taka lokapróf og jafnvel bætingapróf. Samkvæmt reynslu, þá flokka ég nemendur í fjóra flokka, þegar kemur að þeirra nálgun í því að undirbúa sig fyrir stærðfræðipróf. Í fyrsta flokknum eru nemendur sem halda að það sé ekki hægt…

  • Danska skólakerfið

    Við erum alltaf að bera okkur saman við hin Norðurlöndin þegar kemur að menntamálum. Það er mjög gott, en þá er líka mikilvægt að skoða alla þætti en ekki grípa eitthvað eitt í lausu lofti og yfirfæra það á Ísland. Gott dæmi um það er t.d. stytting framhaldsskólans. Við Íslendingar styttum framhaldsskólann svo hann væri…

  • Hvernig er best að bregðast við

    Þegar ég var í menntaskóla, þá var ég með íslenskukennara sem brást öðruvísi við en aðrir kennarar, þegar það var mikill hávaði og skvaldur í tímum. Í stað þess að hækka róminn til að ná til nemenda þannig, þá lækkaði og lækkaði hann róminn, þar til að hann nánast hvíslaði. Það varð til þess að…