fbpx

Að æfa sig í að fresta ekki

Við frestum öll, það er eðlilegt og það er þannig sem heilinn okkar virkar. Hann er alltaf að reyna að forða okkur frá óþægindum og fá okkur til að gera eitthvað létt og skemmtilegt í staðin fyrir þetta sem okkur finnst erfitt eða ekki eins skemmtilegt.

Rannsóknir hafa sýnt að ef við erum að fresta því að gera eitthvað t.d. taka til í herberginu eða læra, þá er það yfirleitt bara tilhugsunin við að fara að gera það sem við ætlum að gera sem fær okkur til að fresta. Því um leið og við byrjum að taka til eða læra, þá fara oftast þessi óþægindi sem fylgja því að fresta.

En hvernig getum við kennt og æft unglinginn okkar í að fresta ekki?
Ein leið til þess er að fá hann til að byrja og gera smá – en ekki endilega klára.

Að æfa sig í að fresta ekki

T.d. segja geturu tekið til í herberginu þínu í 10 mínútur? Í stað þess að biðja unglinginn að taka til í herberginu, það er oftast mun óviðráðanlegra verkefni og óvíst hvað það mun taka langan tíma.

Það sama á við lærdóm, að biðja unglinginn að venja sig á að læra í 30 mínútur (eða styttra til að byrja með) og bara hugsa um að komast aðeins áfram í efninu – en ekki endilega klára.

Með mjög stór verkefni, t.d. skrifa heila ritgerð, þá finnst okkur eðlilegt að byrja, en ekki endilega klára. En það er mjög gott að hugsa þetta alltaf, sérstaklega með verkefni sem unglingurinn þinn á til með að fresta, þ.e.a.s. að byrja og vinna í fyrirfram ákveðinn tíma, en ekki endilega klára.

Á námskeiðunum hjá mér þá kenni ég nemendum að hugsa stærðfræði sem rannsóknarvinnu. Rannsóknarvinna er þess eðlis að þú veist ekki fyrirfram hvort það taki þig 20 mínútur að fara í gegnum ákveðið efni eða 60 mínútur. Þess vegna er betra að hugsa um að læra t.d. Í 30-60 mínútur á dag – en ekki hugsa um að ná að klára að fara yfir ákveðið efni.


Posted

in

by

Tags: