fbpx

Píanó, golf eða stærðfræði

Hvað er sameiginlegt með því að læra að spila á píanó, spila golf eða læra stærðfræði?
Sumum finnst þetta svo ólíkt, en skilvirkustu aðferðirnar til að læra þetta eru þær sömu!

Ef við ætlum að ná árangri í píanó, golfi eða stærðfræði þá skiptir mestu máli að nemendur hafi áhuga og langi virkilega að ná tökum á viðkomandi fagi. Síðan er það alltaf þetta klassíska:

Píanó, golf eða stærðfræði
Skilvirkustu leiðirnar til að læra eru þær sömu – sama hvort þú ert að læra á píanó, golf eða stærðfræði
  • Það er betra að æfa oft og styttra í einu
  • Við lærum mest þegar efnið er erfitt og við gerum mistök
  • Hugarfarið “ég get þetta bráðum”
  • Kennsla/efni sem hæfir getustigi
  • Æfingar sem hæfa getustigi
  • Endurgjöf (ertu að gera þetta rétt, hvað geturu gert betur)

Það sem er líka sameiginlegt og mér finnst ekki lögð næganleg áhersla á, er að hafa æfingarnar ólíkar.

Ef við reiknum mjög mikið af sambærilegum dæmum eða æfum okkur að slá of oft sömu höggin í golfi, þá kemur þessi þekkingarblekking til sögunnar, því okkur finnst við vera með góð tök á efninu. En það er betra (og erfiðara!!!) að reikna ólík dæmi og slá ólík högg í golfi á víxl. Því erfiðara sem það er fyrir heilann og þrautseigjuna, því betri verðum við hraðar – en það er bara svo miklu erfiðara, svo fáir nenna því.

Ég hef skoðað og kennt margar ólíkar kennslubækur í stærðfræði fyrir bæði unglingastig og framhaldsskóla. Sumar bækurnar eru byggðar upp þannig að nemendur eru allt of mikið að reikna sömu dæmin og þegar nemendur eru í þeim bókum, þá er oft eins og þeir séu búnir að gleyma því sem þeir lærðu í upphafi þegar komið er í lok kaflans – enda kemur þekkingarblekkingin þar inn.

Þær kennslubækur sem virðast vera ósanngjarnri og erfiðari eru yfirleitt betri (þó ekki algilt), því þær krefjast þess að nemendur séu virkilega með rannsóknar hugarfar þegar þeir nálgast hvert dæmi. En miðað við fjölda í hverjum bekk í grunn- og framhaldsskólum, þá hentar oft betur að hafa bækur þar sem mikið er af eins dæmum sem nemendur þurfa að hugsa minna og þurfa minni aðstoð við.


Posted

in

by

Tags: