fbpx

Mest misskilda fagið

Stærðfræði er oft misskilin

og ég held að óvinsældir hennar megi að einhverju leiti rekja til þess.

Flestir nemendur halda að maður þurfi að vera fljótur að fatta nýtt efni, eigi að vera snöggur að reikna, nota ákveðna aðferð til að leysa dæmin og helst fá alltaf rétt svör. Margir halda líka að sumir séu bara fæddir “góðir í stærðfræði”. Þetta eru allt mýtur um stærðfræði sem eiga við engin rök að styðjast. 

Með þetta viðhorf, þá er ekki skrítið að nemendur gefist fljótt upp þegar þeir fá krefjandi verkefni sem þau sjá ekki í fljótu bragði hvernig þeir geta leyst.

Allir geta lært stærðfræði

…og allir geta orðið mjög góðir í stærðfræði. 

Ég hef fengið til mín alls konar nemendur með alls konar greiningar, mikinn athyglisbrest, talnablindu, greindarskerðingu,…. svo eitthvað sé nefnt.

Og ég er búin að staðfesta af eigin reynslu að ALLIR geta lært stærðfræði og ALLIR geta orðið mjög góðir í stærðfræði.

Nýlegar rannsóknir staðfesta þetta einnig sem auðveldar mér mikið, þegar ég sannfæri nemendur um að þeir geti lært stærðfræði.

EN 🙂
nemendum verður að langa til þess og þeir þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig.

Flestum nemendum sem koma til mín langar ekkert sérstaklega mikið til að læra stærðfræði en með smá hvatningu og jákvæðri styrkingu, þá er oft lítið mál að breyta því.

Ertu með spurningu?

Mér finnst ofsalega gaman að fá hugmyndir, tillögur eða spurningar frá foreldrum sem tengjast á einhvern hátt stærðfræði. Ekki hika við að senda á mig, t.d. með því að svara þessum pósti eða senda mér tölvupóst á hjalp@staerdfraedi.is

Bestu kveðjur,
Gyða Guðjónsdóttir 
Stærðfræðikennari


Posted

in

by

Tags: