fbpx

Dularfulli 8. bekkurinn sem enginn býst við

Frá árinu 2013 er ég búin að vera að kenna mörg hundruð nemendum í 9. bekk stærðfræði og það sem hefur komið mér á óvart er að foreldrar tala mikið um að eitthvað hafi gerst í 8. bekk í stærðfræði…

Þetta er ekki eitthvað sem ég hef heyrt frá einu foreldri, heldur heyri ég þetta frá nokkrum foreldrum á hverju einasta ári og þetta er eitthvað sem þeir minnast á af fyrra bragði. 

Flestar athugasemdir eru eitthvað á þessa leið:

“dóttir mín var mjög góð í stærðfræði, þangað til í 8. bekk” 

“syni mínum fannst stærðfræði alltaf svo skemmtileg, þangað til í 8. bekk”

Hvers vegna? 
Stærðfræði í 8. bekk er mjög ólík stærðfræði á miðsstigi. Nemendur á miðstigi eru vanir því að bekkjarkennarinn sjái um stærðfræðikennsluna en á unglingastigi eru oftast mismunandi kennarar fyrir hvert fag. En það er langt í frá eina breytingin, stærðfræðin verður meira krefjandi strax í 8. bekk, það er minna um endurtekningar og mikilvægara að nemendur skilji stærðfræði til að ná tökum á efninu.

Hvað er hægt að gera? 
Ég tel að besta leiðin til að koma í veg fyrir að unglingurinn þinn missi áhugann á stærðfræði í 8. bekk er að undirbúa hann vel fyrir 8. bekkinn og kenna honum að tileinka sér viðhorf til stærðfræðinnar sem styrkir grunninn og lætur hann vilja skilja stærðfræði og gefa sér tíma í að leysa stærðfræðiverkefni. Á öllum námskeiðunum mínum þá kenni ég nemendum að tileinka sér stærðfræði-viðhorf (e. mathematical mindset) sem skilar sér í aukinni vinnusemi, auknu sjálfstrausti, meiri þrautseigju og síðast en ekki síst jákvæðu viðhorfi gagnvart stærðfræði. 

Hvað get ég gert?
Ef þú átt þú barn eða ungling á leið í 8. bekk sem er til í að styrkja sig í stærðfræði til að ná góðum tökum á stærðfræði í 8. bekk strax í byrjun skólaárs, þá er ég með sérstakt námskeið fyrir hann. Nánari upplýsingar og skráning er á: https://staerdfraedi.is/8-bekkur/


Hikaðu ekki við að senda mér póst eða senda mér Facebook skilaboð ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta námskeið.

Bestu kveðjur,
Gyða stærðfræðikennari
https://staerdfraedi.is/


Posted

in

by

Tags: