Næstum allir unglingar elska að segja við stærðfræðikennarann sinn “hvenær á ég eftir að nota þetta í framtíðinni?” þegar kemur að stærðfræði.
Síðustu mánuði hefur covid-19 verið mikið í umræðunni og alls kyns myndrit birt til að varpa ljósi á faraldurinn og næstu vikur má gera ráð fyrir mikilli flóðbylgju af ólíkum myndritum í tengslum við komandi kosningar.
Eitt af hæfniviðmiðum fyrir nemendur við lok 10. bekkjar er að þeir geti túlkað og gagnrýnt myndrit.
Til að þjálfa upp færni í þessu, þá dugar ekki að horfa bara á nokkrar myndir í kennslubókinni, heldur er þetta færni sem frábært er að þjálfa upp með því að æfa sig að túlka og gagnrýna öll myndrit sem sett eru fram í fjölmiðlum.
Hérna fyrir neðan er kökurit sem var hluti af forsíðufrétt hjá Fréttablaðinu fyrir rúmu ári síðan. Það er í raun ótrúlegt að þetta hafi komist á forsíðuna án þess að nokkur áttaði sig á villunum…
Fáðu unglinginn þinn endilega til að túlka og gagnrýna þetta myndrit:
Skjáskot af myndriti á forsíðu Fréttablaðsins 5. mars 2020 (https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/200305.pdf)
Ef þú hefur einhverjar spurningar, hikaðu ekki við að hafa samband með því að senda mér póst á hjalp@staerdfraedi.is eða senda mér Facebook skilaboð. |