fbpx

svör við spurningunum þremur

Þessar spurningar voru hannaðar til að rugla fólk í ríminu.

þau svör sem margir fá þegar þeir flýta sér að reikna er:
1. 10 krónur
2. 100 mínútur
3. 24 dagar

en rétt svör eru:
1. 5 krónur
2. 5 mínútur
3. 47 dagar

Nánari útskýringar…
1. Hægt er að setja þetta upp í jöfnu (en alls ekki nauðsynlegt):
kylfa + bolti = 110
bolti: x
(100 + x) + x = 110
100 + 2x = 110
2x = 110-100
2x = 10
x = 5

2.
Það tekur 5 vélar, 5 mínútur að búa til 5 bolta
það tekur 10 vélar, 5 mínútur að búa til 10 bolta…
svo það tekur 100 vélar, 5 mínútur að búa til 100 bolta

3.
Ef vatnið er alveg þakið á 48 dögum
þá er vatnið hálf þakið deginum á undan
svo það tekur 47 daga að þekja hálft vatnið

Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um þessi próf geta googlað “CRT test” sem stendur fyrir Cognitive reflection test.