en allir ættu að vita um einkunnir inn í framhaldsskóla
Það eru ekki margir foreldrar og nemendur sem vita hvernig einkunnir í grunnskóla eru metnar inn í framhaldsskóla.
Í stuttu máli er það þannig að ef nemendur ná ekki B (eða hærra) í lokaeinkunn í stærðfræði í 10. bekk, þá geta þeir ekki byrjað í framhaldsskólastærðfræði í framhaldsskóla og geta ekki sótt um í framhaldsskóla með bekkjarkerfi.
Einnig er mikill munur að fá C og D!
Mér finnst gott að allir sem eiga unglinga á unglingastigi í grunnskóla viti nákvæmlega hvernig einkunnir úr grunnskóla eru metnar inn í framhaldsskólann til að geta brugðist tímanlega við.
Ég skrifaði stutta samantekt fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér nánar hvernig einkunnir úr 10. bekk í grunnskóla eru metnar inn í framhaldsskóla. Þú getur lesið nánar um það hér: https://staerdfraedi.is/b-eda-c/
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta atriði eða bara eitthvað sem tengist stærðfræði, hikaðu ekki við að hafa samband með því að senda mér póst á hjalp@staerdfraedi.is
Bestu kveðjur,
Gyða stærðfræðikennari