fbpx

Er of seint að læra stærðfræði?

Er einhvern tíma of seint fyrir unglinginn þinn að læra stærðfræði?

Það fer eftir ýmsu…

Ef unglingurinn þinn er einungis að hugsa um að redda næsta prófi eða redda önninni þá er vissulega hægt að segja að stundum sé of seint að læra stærðfræði.

Er einhvern tíma of seint fyrir unglinginn þinn að læra stærðfræði?

En ef staðan er ekki þannig að verið sé að redda einhverju á síðustu stundu þá er alltaf rétti tíminn til að læra stærðfræði – svo lengi sem unglingurinn þinn er tilbúinn og vill læra.

En hvernig lærir maður stærðfræði?

Fyrir suma er þetta bara spurning um að setjast niður, opna stærðfræðibókina og byrja að læra. En fyrir þá sem standa höllum fæti í stærðfræði, þá virkar sú aðferð ekki.

Í þeim tilfellum er fljótlegasta leiðin að kenna nemendum út á hvað stærðfræði gengur, því yfirleitt er stærðfræði byggð á einum stórum misskilningi sem hefur leitt til þess að stærðfræði er vinsælasta óvinsæla fagið.

Um leið og búið er að vinda ofan af þessum stóra misskilningi, sem ég fer ítarlega yfir á námskeiðunum mínum, þá fá nemendur allt aðra sýn á stærðfræði.

Þegar nemendur eru búnir að átta sig á út á hvað stærðfræði gengur og læra grunninn í stærðfræði (eins og mín námskeið ganga út á) þá geta þeir loksins sest niður eins og hinir, opnað stærðfræðibókina og byrjað að læra.

Hvernig er staðan hjá þínum unglingi?
Hefur hann grunninn og rétta viðhorfið til að setjast niður og læra?

Bestu kveðjur,
Gyða stærðfræðikennari
hjá stærðfræði.is


Posted

in

,

by

Tags: