Fyrrum nemandi á samræmdu námskeiði hjá mér sagði að ég væri fyrsti kennarinn sem kenndi honum hvernig ætti að nálgast stærðfræðina….
Margir nemendur halda nefnilega:
– að þeir geti ekki orðið góðir í stærðfræði
– að það sé bara ein rétt leið til að reikna hvert dæmi
– að þeir sem séu fljótir að fatta nýtt efni séu rosalega klárir og góðir í stærðfræði
– að það sé gott að fá rétt svar, en ekki gott að fá rangt svar
Öll þessi atriði er mikill og útbreiddur misskilningur. Þess vegna skiptir máli að kenna nemendum hvernig á að nálgast stærðfræðina. Það þarf að kenna nemendum hvernig heilinn okkar virkar og hvernig utanaðkomandi þættir eru að hafa áhrif á hvað okkur finnst um stærðfræði.
Nemendur þurfa líka að læra hvernig þeir geta stjórnað innri þáttum sem eru líka að hafa áhrif á hvað okkur finnst um stærðfræðina. Einnig þarf að kenna nemendum að njóta þess að leysa flókin verkefni og æfa sig í vinnusemi og þrautseigju – því það er lykillinn að velgengni í stærðfræði.
Á námskeiðunum mínum þá legg ég mikla áherslu á að kenna nemendum að nálgast stærðfræðina með þeim hætti að það styrki sjálfstraust þeirra og þjálfi þá í þrautseigju og vinnusemi.