fbpx

Hættu að reikna og talaðu helling

Hættu að reikna og talaðu helling

Ég meina þetta ekki alveg… En samt sem áður er það þannig að nemendur sem ætla að ná góðum tökum á stærðfræði verða að temja sér að tala um stærðfræði.

En hvers vegna? Rannsóknir sýna að tungumál okkar eða orðaforði hefur áhrif á það hvernig við skynjum heiminn.

Í sumum þjóðfélögum er t.d. mikilvægt að þekkja margar mismunandi tegundir af grænum lit. Þeir sem þar búa eru með mismunandi orð fyrir mismunandi grænan lit og þess vegna hefur heilinn þeirra lært að aðgreina þessa liti og gera skynjun fyrir ólíkum grænum lit mjög næma.

Ég gæti skrifað heila ritgerð um þetta. En ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta er að hvaða orð við notum og þekkjum í stærðfræði hefur líka áhrif á það hvernig heilinn okkar skynjar stærðfræði. Því betur sem við temjum okkur að tala um stærðfræði og nota stærðfræðihugtök því betur skynjum (og skiljum) við stærðfræði.

Næst þegar þú sérð að unglingurinn þinn er að læra stærðfræði prófaðu að spyrja hann út í það sem hann er að gera og leyfðu honum að æfa sig í að tala um stærðfræðina. Ef hann er að nota Skala, þá er fremst í hverjum kafla (á myndinni) listi yfir “stærðfræðiorð” sem nemendur eiga að ná tökum á í kaflanum og því upplagt að setja sér markmið að kunna og skilja þau orð. 

Hver er helsta áskorun hjá þínum unglingi í námi? 
Sendu mér endilega póst og láttu mig vita.

Bestu kveðjur, 
Gyða stærðfræðikennari


Posted

in

by

Tags: