fbpx

Nýjustu greinarnar

  • Listin að drepast úr leiðindum

    Flest nám krefst einbeitingar, sérstaklega nám eins og stærðfræði. En staðreyndin er sú að nemendur eiga mun erfiðara núna en áður með að einbeita sér. Fyrir tíu árum þótti lúxus að fá að horfa á bíómynd í kennslustund, í dag er það kvöl og pína fyrir flesta nemendur að þurfa að þrauka út eina bíómynd.…

  • Besti framhaldsskólinn?

    Ef þú átt ungling í 10. bekk, þá er hann þessa dagana líklega að velta fyrir sér hvaða framhaldsskóla hann eigi að sækja um í. Margir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið með kynningar á sinni starfsemi og einhverjir skólar verða með kynningar í apríl. En stóra spurningin er líklega, hvaða framhaldsskóli er bestur fyrir þinn…

  • Dagur stærðfræðinnar

    Dagur stærðfræðinnar var í vikunni sem leið og eins og í fyrra gafst mér kostur á að hitta nokkur hundruð krakka og tala við þá um stærðfræði. Ég hef marg oft hitt unglinga og rætt við þá um stærðfræði, en þetta er í fyrsta skipti sem ég tala um stærðfræði við nemendur allt niður í…

  • Hugsandi kennslustofa

    Stærðfræðikennslan hefur almennt ekki mikið breyst í grunn- og framhaldsskólum síðustu ár. Flestir kennarar eru með einhverja innlögn á töflu fyrir alla nemendur og ganga síðan á milli til að aðstoða, en þó er líka algengt að nemendur hafi aðgang að kennslumyndböndum og nota stærðfræðitímana í að fá aðstoð frá kennara. En það er ný…

  • SamSTEM

    Síðasta föstudag, var starfsþróunardagur í framhaldsskólum landsins. Stærðfræðikennararnir hittust í gamla skólanum mínum, Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem við bárum saman bækur, hlustuðum á áhugaverða fyrirlestra og ræddum um allt sem tengist stærðfræði og stærðfræðinámi. Ein af fyrirlesurum á þessum degi var Bjarnheiður Kristinsdóttir, lektor við Háskóla Íslands. Hún kynnti SamSTEM verkefnið, sem er samstarfsverkefni HÍ,…

  • Viðtal hjá kennara

    Eins og ég hef skrifað um áður, þá var gerð könnun vorið 2019, og svo unnin skýrsla sem kom svo út árið 2020 á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að meta hvernig innleiðing á nýrri aðalnámskrá grunnskólanna hefði gengið. En í þeirri námskrá var einmitt farið frá því að meta árangur nemenda út frá einkunnum…

  • Símar í stærðfræðitímum

    Ég hef verið að kenna stærðfræði á framhaldsskólastigi frá árinu 2013, en hef einnig reynslu af kennslu á unglingastigi grunnskóla áður en símarnir urðu allsráðandi. Það hvarflaði ekki að mér fyrstu árin að banna síma í tímum. Ég fann að fyrir flesta nemendur þá var gott að geta hlustað á tónlist til að minnka áreiti…

  • Truflun í stærðfræðitímum

    Ég held að flestir kennarar í grunnskólum landsins, þar sem sími er ekki bannaður í kennslustundum, séu sammála um að símar séu mikil truflun bæði fyrir kennara og nemendur. Það fer mikil orka í það hjá kennurum að biðja nemendur að setja símana niður, sem er einnig truflun fyrir aðra nemendur. Það er líka nokkuð…

  • Stærðfræðikennarar metnir

    Enn og aftur er ég að rýna í niðurstöður PISA könnunarinnar og í dag ætla ég skoða hvernig nemendur upplifa áhuga og aðstoð frá stærðfræðikennaranum sínum. Á mínum kennsluferli þá hef ég fengið til mín nemendur sem hafa verið með kennara sem sagði að þeir gætu aldrei lært stærðfræði, margir nemendur hafa sagt mér að þeir…

  • Stærðfræðikvíði

    Stærðfræðikvíði er eitthvað sem ég tel að við ættum að skoða og leggja meiri áherslu á að uppræta í stærðfræðikennslu. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur sem upplifa mikinn stærðfræðikvíða velja síður stærðfræðitengd nám og störf, þrátt fyrir að þeim gangi vel í stærðfræði. PISA könnunin, margumtalaða, spurði nemendur út í fullyrðingar sem tengjast stærðfræðikvíða og…