fbpx

Er unglingurinn þinn frestari?

Flestir unglingar fresta því sem þeim finnst erfitt eða leiðinlegt. 
En við fullorðna fólkið gerum það auðvitað líka! 

Frestun er eðlilegt viðbragð heilans. 

Er unglingurinn þinn frestari?

Þegar við stöndum frammi fyrir einhverju sem við þurfum að gera þá er svæði í heilanum sem metur verkefnið og ef tilhugsunin er að þetta sé erfitt eða leiðinlegt þá vill heilinn endilega forða okkur frá því með því að fá okkur til að gera eitthvað annað. 

En rannsóknir sýna að þetta er bara tímabundið ástand. Það sem við forðumst er ekki erfitt eða leiðinlegt heldur bara tilhugsunin við að þurfa að klára verkefnið.

Tilhugsunin við að fara í ræktina er oft tilefni til að fresta því en það eru fáir sem vilja hætta við að fara í ræktina um leið og þeir stíga fæti inn í ræktina. Því það er bara tilhugsunin við að fara í ræktina sem heilinn er að vinna með.

En það eru til ráð við þessu eins og flestu öðru. 
T.d. finnst mér mjög leiðinlegt að ryksuga og þegar tilhugsunin við að ryksuga allt húsið kemur upp þá er þetta eitthvað sem mig langar til að fresta. 

Gott ráð er að gera minna úr þessu – t.d. segja “ég ætla að ryksuga í 3 mínútur”. Sú tilhugsun er ekkert hræðileg og þá eru meiri líkur að ég nenni að ryksuga og klára líklega alveg að ryksuga allt húsið. 

Ef við yfirfærum þetta á unglinginn okkar sem á að fara að læra og hann kemur sér bara ekki í að byrja.

Þá er gott að stinga upp á að hann þurfi ekki að klára öll dæmin eða klára að skrifa ritgerðina heldur segi við sig “ég ætla bara að byrja á dæmunum og reikna í korter”  eða “ég ætla að bara að byrja á ritgerðinni” svo um leið og unglingurinn þinn byrjar, þá slakar heilinn á og er ekki lengur  að reyna að fá hann til að gera eitthvað annað.

Ertu með einhverjar spurningar? 
Hikaðu ekki að að hafa samband við mig á hjalp@staerdfraedi.is

Ef þú vilt fá fróðleiksmola frá mér á sunnudagsmorgnum – skráðu þig þá endilega hér.

Gyða Guðjónsdóttir 
Stærðfræðikennari


Posted

in

by

Tags: