fbpx

Eigum við að þjálfa viljastyrkinn?

Eigum við að kenna unglingunum okkar að þjálfa viljastyrkinn og standast freistinguna að fara ekki í símann þegar þeir eru að fara að sofa?

Eigum við að þjálfa viljastyrkinn?
Í hvaða aðstæðum eigum við að þjálfa viljastyrkinn?

Angela Duckworth, sem skrifaði bókina Grit, skrifar vikulega pistla fyrir kennara og skrifaði um þetta efni í þessari viku.

Angela er sérfræðingur í hegðun og líkti símum við hrekkjavökunammi.

Í hennar augum er lítið vit í því fyrir hana sjálfa að æfa sig í að standast freistinguna að borða ekki allt hrekkjavökunammið (áður en krakkarnir koma í heimsókn).

Það sem skiptir máli fyrir hana er það sem í vísindunum er kallað að “breyta aðstæðunum” (e. situation modification). Það er að hafa ekki freistinguna sýnilega, heldur geyma nammið á stað sem hún sér það ekki.

Þetta er hægt að yfirfæra á flestar freistingar, þ.e.a.s. ekki leggja áherslu á að þjálfa viljastyrkinn, heldur breyta aðstæðunum þannig að freistingin sé ekki sýnileg.

Anglea segir að það sama eigi við um símana. Það er ekkert vit í því að kenna unglingunum okkar að standast freistinguna að fara í símann þegar þau eiga að fara að sofa. Besta ráðið er að setja símann á stað þar sem unglingurinn sér hann ekki og ekki í sama herbergi.

Ég er sammála þessu. Við fullorðna fólkið erum ekkert skárri þegar kemur að símum. Ég hef meira að segja tekið einn kollega minn til fyrirmyndar og gert eins og hann, sett símann minn í skúffu í eldhúsinu ef ég er með verkefni sem ég er að vinna og vil ekki láta símann trufla mig.

Þá er það komið, engir símar í herbergjum þegar við förum að sofa! En það er kannski hægara sagt en gert.
Hvernig eru símamál tækluð á þínu heimili?

Hefur þér kannski tekist að sannfæra þinn ungling um að geyma símann ekki í herberginu? Ef svo er þá máttu endilega láta mig vita og hvernig þú fórst að því.

Bestu kveðjur,
Gyða stærðfræðikennari
hjá stærðfræði.is


Posted

in

, ,

by

Tags: