Category: Viðhorf
-
Er of seint að læra stærðfræði?
Er einhvern tíma of seint fyrir unglinginn þinn að læra stærðfræði?Það fer eftir ýmsu… Ef unglingurinn þinn er einungis að hugsa um að redda næsta prófi eða redda önninni þá er vissulega hægt að segja að stundum sé of seint að læra stærðfræði. En ef staðan er ekki þannig að verið sé að redda einhverju á síðustu stundu þá…
-
Reikna meira er ekki lausn
Ef unglingurinn þinn á í miklum erfiðleikum með stærðfræði, þá er lausnin sjaldnast að láta hann byrja að læra meira heima. Það getur meira að segja gert illt verra. Gefum okkur að unglingurinn þinn standi höllum fæti í stærðfræði, en sé tilbúinn að taka sig á. Hann er með rétta viðhorfið og veit út á…
-
Að reyna á heilann
Ef okkur langar til að bæta líkamlegt þol, þá gerum við það ekki með því að rölta í rólegheitum í klukkutíma á dag. Auðvita er klukkutíma rölt á dag frábært og betra en að sitja kyrr fyrir framan tölvuskjáinn, en ef markmiðið er að auka líkamlegt úthald, þá verðum við að reyna á okkur.Það er…
-
Mikilvægasta fyrst
Ef þú átt ungling sem er vanur að segjast ætla að gera eitthvað skemmtilegt fyrst og fara svo að læra t.d. „ég ætla að klára að horfa á einn þátt og fara svo að læra“ eða „spila einn leik og læra svo“ – þá er þessi póstur sérstaklega fyrir þig. Ég líki þessu stundum við…
-
Gættu orða þinna
Við vitum flest að við þurfum að passa hvað við segjum. Ef ég segi t.d. „ég get þetta“, þá eru miklar líkur á að ég geti það. En ef ég segi „ég get þetta ekki“, þá eru miklar líkur á að ég geti það ekki. Ég var að vinna með einum sérkennara sem var alltaf…
-
Hvað má ekki segja um stærðfræði
Segjum sem svo að þú hafir aldrei verið góð í stærðfræði og unglingurinn þinn er heima að læra, er leiður og talar um að hann geti ekki lært stærðfræði, hún sé svo erfið og hann skilji ekki neitt. Ég veit að allir foreldrar vilja það besta fyrir barnið sitt eða ungling, svo það er kannski…
-
Hraðlestur og áhugaleysi
Leshraðamælingar voru mikið í umræðunni í síðustu viku. En eins og ég hef skrifað um áður, þá er ég ekki hlynnt því að það sé verið að mæla leshraða hjá nemendum og hvað þá hjá nemendum sem hafa ekki einu sinni náð valdi á lestrinum. Eitt af hlutverkum grunnskólans er að undirbúa nemendur undir framtíðina og frekara…
-
Eigum við að þjálfa viljastyrkinn?
Eigum við að kenna unglingunum okkar að þjálfa viljastyrkinn og standast freistinguna að fara ekki í símann þegar þeir eru að fara að sofa? Angela Duckworth, sem skrifaði bókina Grit, skrifar vikulega pistla fyrir kennara og skrifaði um þetta efni í þessari viku. Angela er sérfræðingur í hegðun og líkti símum við hrekkjavökunammi. Í hennar…
-
Þrjú stig náms
Hvernig nemendum gengur í námi veltur ekki eingöngu á kennaranum eða kennslubókinni, heldur geta góðar námsvenjur gert það að verkum að nemendur nálgast efnið með þeim hætti að þeir nái virkilega góðum tökum á efninu. En hvernig eiga nemendur að læra, til að ná góðum tökum á nýju efni?Ég flokka hvernig nemendur læra í þrjú…
-
Er í lagi að gera mistök?
Það er gott að fá villur, því það er tækifæri á að læra eitthvað nýtt. Þetta er viðhorf sem hvetur nemendur til þess að prófa og vera ekki hræddir um að gera mistök heldur fagna mistökunum og reyna að læra af þeim! Ég hef séð það aftur og aftur í kennslu hjá mér, að þeir…