Category: Námstækni
-
Á dæmið að vera létt eða erfitt?
Ég var einu sinni að kenna nemanda sem var frekar fljótur að fatta og varð mjög glaður þegar hann fékk rétt svar, en um leið og það kom eitt vitlaust svar þá nennti hann ekki meir og fór í símann sinn… Hann hafði ekkert úthald og hafði aldrei lært eða vanið sig á að rannsaka…
-
Á að vera heimavinna í grunnskólum?
Síðustu daga er ég búin að vera að tala mikið við foreldra á unglingastigi og það kom mér á óvart hvað það er mikill munur á milli skóla þegar það kemur að heimavinnu. Í sumum skólum er bara alls engin heimavinna í 8., 9. og 10. bekk og í öðrum skólum er mjög mikil heimavinna…
-
Þekkingarblekking eða prófkvíði?
Er unglingurinn þinn haldinn þekkingarblekkingu? Þekkingarblekking (e. fluency illusion) er þegar hugur okkar platar okkur til að halda að við vitum meira um eitthvað efni en við gerum í raun og veru. Þetta getur átt sér stað þegar nemandi skoðar sýnidæmi og finnst hann skilja það vel, fer síðan strax yfir í að reikna dæmi og…
-
Hvað er unglingurinn þinn að hugsa þegar hann les?
Margir kannast við tilfinninguna að fresta og fresta þar til það er nánast of seint og þá fer allt á fullt og þá náum við oft að afkasta mikilli vinnu á stuttum tíma. En ef við höfum nægan tíma til að vinna eitthvað verkefni, þá verjum við oft meiri tíma í það og nýtum tímann…
-
Hefur unglingurinn þinn prófað tómatinn?
Rannsóknir sýna að við getum ekki innbyrt mikið af upplýsingum í einu. Það hentar heilanum okkar voðalega vel að vinna í lotum og taka stuttar pásur inn á milli. Þetta á ekki við allt, t.d. geta flestir lesið skáldsögur eða horft á spennandi bíómynd, haldið fullri athygli allan tímann og munað það sem skiptir máli.…
-
Er betra að glósa á blað eða nota tölvu?
Hefur þú þurft að glósa nýlega? Þegar við erum búin að þjálfa upp góða færni í að skrifa á lyklaborð á tölvu, þá erum við miklu fljótari að skrifa á lyklaborðið heldur en að skrifa á blað. Við verðum meira að segja svo fljót að við getum nánast skrifað allt inn sem kennari eða fyrirlesari…
-
Hvort er léttara að gera eitthvað 99% eða 100%?
Fyrir stuttu síðan skrifaði ég hvernig erfiðari próf geta stundum verið léttari. Í dag ætla ég að tala um hvort sé léttara að gera eitthvað 99% eða 100%?Án þess að pæla mikið í því, þá gæti maður haldið að það væri auðveldara að gera eitthvað 99% – en það er þó ekki þannig í öllum…
-
Má læra og hlusta á tónlist?
Rannsóknir gefa ekki einfalt já eða nei svar. Það virðist vera í lagi – hjá sumum og stundum. Almennt eiga nemendur ekki að geta lært og hlustað á tónlist. En það eru þó sumir nemendur sem hafa vinnsluminni (e. working memory) sem virkar þannig að þeir geta verið með athyglina á fleiri en einu áreiti í einu…
-
Hvernig geta erfiðari próf verið léttari?
Það eru til próf sem sumir kalla stutt greindarpróf. Þessi próf samanstanda af aðeins þremur spurningum sem geta verið ruglandi… Tveir sálfræðingar tóku sig til og breyttu leturgerð, leturstærð og leturlit á þessu prófi – þannig að textinn varð smár, ljósgrár og með erfiðri leturgerð. Við þessar breytingar hækkuðu einkunnir nemenda í þessum prófum! Hvernig…
-
Þú lærir ekkert á þessu
Ímyndaðu þér að unglingurinn þinn sé að undirbúa sig fyrir próf í sögu. Af þessum fjórum aðferðum sem ég lista hérna fyrir neðan, hvaða aðferð heldur þú að sé skilvirkust eða virki best til að undirbúa sig fyrir prófið? Lesa bókina nokkrum sinnum Nota yfirstrikunarpenna og strika yfir mikilvæg atriði Endursegja, t.d. eftir hvern kafla…