Category: Námstækni
-
Er rétt að mæla leshraða hjá nemendum?
Hefur þú eitthvað velt fyrir þér lesfimiprófunum í grunnskóla þar sem leshraðinn er mældur? Skv. Menntamálastofnun þá er lögð mikil áhersla á leshraðamælingar þar sem það eru “vísbendingar um sterk tengsl milli lestrarhraða og lesskilnings”. En er það virkilega þannig að ef við leggjum áherslu á að kenna nemendum að lesa hratt að þá aukist…
-
Prófkvíði
Það er mismunandi eftir grunnskólum en núna eru margir nemendur að fara í próf. Þess vegna langar mig aðeins að tala um prófkvíða. Prófkvíði er eitthvað sem hafði mikil áhrif á mitt nám. Þegar ég var í grunnskóla, þá var ekki til neitt sem hét lesblinda, athyglisbrestur og hvað þá prófkvíði. Það var ekki fyrr…
-
Fingrasetning krefst æfingar
Síðast skrifaði ég um skoðun mína á iPad í kennslu. Í kjölfarið fékk ég mestu viðbrögð sem ég hef nokkurn tíma fengið yfir því sem ég hef skrifað. Flestir tölvupóstar voru frá foreldrum úr Kópavogi, en iPad í því sveitafélagi er alls ráðandi. Í stuttu máli sagt eru foreldrar ráðalausir, það er gríðarleg togstreita milli…
-
Ráð til að forðast þekkingarblekkingu
Ég hef áður talað um þekkingarblekkingu, en í þessum pósti ætla ég að nefna þrjú ólík dæmi um þekkingarblekkingu, svo þú getir varað unglinginn þinn við þeim. Ef við lesum kafla í bók sem við höfum lesið áður, þá finnst okkur oft eins og við skiljum allt og kunnum allt – af því að það hljómar…
-
Hliðarhugsun
Yfirleitt þegar við erum að leysa verkefni í stærðfræði þá notum við hefðbundna hugsun, við greinum verkefnið og förum svo strax í að leysa það með því að nota rökrétta hugsun. En þegar við erum að leysa gátur þá er yfirleitt ekki árangursríkt að nota þessa aðferð því að þá erum við nánast búin að…
-
Er stærðfræði eins og uppskrift?
Gleðilegt nýtt ár! Í sumum störfum þarf fólk að fylgja ákveðinni uppskrift. Fara nákvæmlega eftir fyrirmælum en þurfa svo sem ekki að hafa mikla færni í því sem þeir eru að gera. Önnur störf, oft mun skemmtilegri störf, krefjast þess að við skiljum uppskriftina. Ef við skiljum uppskriftina, þá getum við breytt uppskriftinni. Í þeim…
-
Hvað ertu að gera?
Ég legg mikið upp úr skipulagi og mér finnst reyndar vandræðalega gaman að því að skipuleggja mig en ég mætti alveg vera duglegri að fylgja eftir mínu eigin skipulagi.Ég er með nokkrar háskólagráður og fyrir utan að vera menntaður stærðfræðikennari þá er ég líka tölvunarfræðingur. Það var einmitt í tölvunarfræðináminu mínu sem ég lærði eina…
-
Læra fyrir stærðfræðipróf
Ég hef stundum heyrt nemendur segja “ha! er hægt að læra fyrir stærðfræðipróf”. Aðrir nemendur telja sig nokkurn veginn vita hvernig á að undirbúa sig fyrir stærðfræðipróf og byrja að reikna gömul dæmi en ná þá bara að reikna lítinn hluta af efninu sem er til prófs. Annað sem ég heyri mjög oft frá nemendum…
-
Kemur þetta á prófi?
Ég veit að margir kennarar eru ekki alltof hrifnir af spurningunni „kemur þetta á prófi?“. En þegar ég heyri nemanda spyrja svona þá hugsa ég, þessi nemandi kann próftækni!Nemendur sem eru góðir í að taka próf (færni sem hægt er að þjálfa) vita nákvæmlega hvað er til prófs og leggja eingöngu áherslu á að læra…
-
1 klst. ekki sama og 1 klst.
Hvað skyldi ég ná að læra mikið á klukkutíma (eða vinna mikið á klukkutíma)? Svarið við þessari spurningu getur verið mjög ólíkt eftir því hvar ég er að læra, á hvaða tíma sólarhringsins ég er að læra, hversu þreytt ég er, hvernig einbeitingin mín er o.s.frv. Enska orðið “pseudo-work” er notað fyrir þá sem eru…