Category: Annað
-
Tímatakmörk í stærðfræðiprófum?
Rannsóknir gefa til kynna að tímamörk í stærðfræðiprófum geti valdið stærðfræði kvíða (e. math anxiety). Stærðfræði kvíði getur síðan, eins og gefur að skilja, haft mjög neikvæð áhrif á viðhorf og árangur nemenda í stærðfræði. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að nemendur sem eiga að leysa sömu verkefni í stærðfræði, gengur mun betur með verkefnin…
-
40% þora ekki að spyrja
Ég var að lesa erlenda grein sem fjallaði um rannsókn sem gerð var á 1000 nemendum, sem sýndi að 40% nemenda þora ekki að viðurkenna að þeir skilji ekki það sem kennarar segja í tímum. Þetta vandamál er algengast í stærðfræðitímum. Helsta ástæðan fyrir því var sögð vera sú að nemendur halda að þeir geti…
-
Af hverju má þetta stundum?
Nemendur sem standa höllum fæti í stærðfræði upplifa oft að sumt megi stundum í stærðfræði eða að sumt virki bara stundum í stærðfræði. Þegar þessi staða kemur upp, þá er mjög mikilvægt að finna sannanir og rannsaka hvers vegna nemendum finnst þetta. Alltaf er nefnilega um misskilning að ræða sem getur, eftir að misskilningurinn hefur verið leiðréttur, haft jákvæð áhrif á…
-
Gleymi því sem ég læri
Hefur unglingurinn þinn kvartað yfir því að hann sé svo fljótur að gleyma því sem hann lærir? Hann reiknar og reiknar og svo daginn eftir þá man hann ekkert hvað hann gerði deginum áður? Þetta er mjög eðlilegt og yfirleitt þurfum við alltaf að rifja aðeins upp, til að muna allt það sem við lærðum…
-
Víxla tölum
Orðaforði nemenda í grunnskólum var töluvert í umræðunni fyrir nokkrum vikum. Það má segja að það hafi byrjað með viðtali við Þorgrím Þráinsson í Bítinu á Bylgjunni. Í viðtalinu kom fram að hann hefur miklar áhyggjur af vanlíðan og málfærni nemenda og sér mikinn mun á líðan og málfærni nemenda í skólum þar sem farsímanotkun er…
-
Er prófkvíði algengur?
Margir nemendur halda að þeir séu einir af þeim fáu sem upplifa mikinn prófkvíða, en rannsókn á vegum OECD leiddi í ljós að 59% nemenda glíma við prófkvíða. Mikill prófkvíði verður til þess að framheilinn (vinnsluminnið), sem á að vinna í að sækja allt það sem við erum búin að læra, frýs og getur ekki…
-
Er heimavinna árangursrík
Ég er búin að verja töluverðum tíma (þ.e.a.s. árum) í að velta fyrir mér heimavinnu í skólum. Ég hef farið í marga hringi varðandi þá skoðun. Fyrst var ég mjög fylgjandi heimavinnu í skólum, síðan var ég nánast komin á þá skoðun að það ætti ekki að vera heimavinna en núna er ég aftur komin…
-
Mörg eins dæmi
Skiptir máli að æfa sig í stærðfræði? Stutta svarið er já, en samt ekki… Þegar heilinn er að læra eitthvað nýtt og búa til nýjar tengingar, þá þarf hann að fá tækifæri til þess að styrkja þessar tengingar. Það er t.d. hægt að gera með því að æfa sama hlutinn aftur og aftur. En hættan…
-
Að venja sig að læra?
Fyrir tveimur vikum skrifaði ég um hvað það skiptir miklu máli að unglingar geri sér grein fyrir hvað þarf að gera, til að að setja sér háleit markmið í stærðfræði. Ef markmiðið er t.d. að fá B í lok skólaárs, þá þýðir ekki að rífa sig í gang rétt fyrir skólalok, heldur þarf að vinna markvisst jafnt…
-
Úr D í B á nokkrum vikum
Ég fékk eftirfarandi póst frá foreldri í síðustu viku: Sæl GyðaMig langar til að segja þér að dóttir mín sem lauk 4 vikna námskeiði hjá þér síðastliðinn vetur er aldeilis að blómstra með aðferðafræðina sem hún lærði hjá þér, hún fór frá því að vera með D í byrjun 10 bekkjar í að útskrifast með…