fbpx

Category: Annað

  • Aðstoð við prófundirbúning

    Þessi póstur fjallar um hvernig þú getur hjálpað unglingnum þínum að undirbúa sig fyrir próf án þess að hjálpa honum að undirbúa sig fyrir próf. Sem sagt, þú þarft ekki að sitja hjá honum meðan hann er að læra eða aðstoða hann við að skilja efnið – en getur samt hjálpað honum heilmikið að undirbúa sig fyrir prófin! Núna…

  • Stærðfræðinámskeið fyrir fullorðna

    Mér var boðið í veislu á fimmtudagskvöld og þar hitti ég fyrrum samstarfskonu mína sem spurði mig hvort ég væri með einhver stærðfræðinámskeið á netinu fyrir fullorðna. Þegar hún var í framhaldsskóla þá frestaði hún öllum stærðfræðiáföngum og á endanum var hún komin með allt sem þurfti fyrir stúdentspróf – nema stærðfræðiáfangana. Hún endaði með…

  • Hver var Pýþagóras?

    Pýþagóras var stærðfræðisnillingur, eða svo er alla vega sagt. Hann er sagður hafa verið fyrstur til að sanna reglu sem er kennd við hann og hægt að nota til að finna eina óþekkta hlið í rétthyrndum þríhyrningi ef tvær hliðar eru gefnar. Nemendur í 10. bekk fá flestir að kynnast þessari mögnuðu reglu og jafnvel…

  • pí dagurinn

    Í dag, mánudag, er pí dagurinn og einnig dagur stærðfræðinnar á Íslandi. Pí er óræð tala sem byrjar á 3,14 og þess vegna er þessi dagur haldinn 14. mars ár hvert. Pí er “nákvæmlega” talan sem þú færð þegar þú ert með hring og tekur ummál hringsins og deilir í það með þvermáli hringsins. Þrátt…

  • Samræmdu prófin

    Gleðilegan sunnudag! Í dag langar mig að skrifa smá minningargrein um samræmdu prófin. En eins og hefur komið fram í fjölmiðlum var hætt við þessi próf þegar einungis tvær vikur voru í samræmdu prófin í 9. bekk. Skv. grunnskólalögum ber ráðaneytinu að leggja fyrir þessi próf, en ég geri ráð fyrir að það sé verið að fara…

  • Fjöldi heilafruma

    Það er svo margt sem við vitum í dag um heilann, sem var ekki vitað þegar ég var unglingur. Í nokkra áratugi var það trú manna að við fæðumst með ákveðinn fjölda heilafruma og við þurfum að passa upp á þær því þær verða ekki fleiri. Ég man líka eftir því þegar ég var unglingur…

  • Wordle og Nerdle

    Mín upplifun er sú að allir séu að vinna í Wordle daglega. En kannski er það bara nærumhverfi mitt sem er upptekið af þessu og þess vegna held ég það. Fyrir þá sem vita ekkert um hvað ég er að tala, þá er Wordle leikur á netinu. Í Wordle eiga notendur að giska á fimm stafa orð.…

  • Tækifæri til að gagnrýna!

    Næstum allir unglingar elska að segja við stærðfræðikennarann sinn “hvenær á ég eftir að nota þetta í framtíðinni?” þegar kemur að stærðfræði. Síðustu mánuði hefur covid-19 verið mikið í umræðunni og alls kyns myndrit birt til að varpa ljósi á faraldurinn og næstu vikur má gera ráð fyrir mikilli flóðbylgju af ólíkum myndritum í tengslum við…

  • Ólympíuleikarnir og öll undrabörnin

    Ég hef verið að fylgjast aðeins með Ólympíuleikunum. Horfi alltaf á samantektina í Ólympíukvöldinu hjá RÚV og horfi svo á einstaka keppnir þegar tími vinnst til. Það sem ég hef helst horft á eru hjólabrettin (bæði street og park) og mér finnst erfitt að hlusta á þá sem eru að lýsa þeirri grein.  Þeir tala nefnilega oft…

  • Dularfulli 8. bekkurinn sem enginn býst við

    Frá árinu 2013 er ég búin að vera að kenna mörg hundruð nemendum í 9. bekk stærðfræði og það sem hefur komið mér á óvart er að foreldrar tala mikið um að eitthvað hafi gerst í 8. bekk í stærðfræði… Þetta er ekki eitthvað sem ég hef heyrt frá einu foreldri, heldur heyri ég þetta frá nokkrum foreldrum…