Category: Annað
-
Sameiginlegt með PRIME og stærðfræði
Eitt af því sem ég kenni nemendum á námskeiðunum hjá mér, er að allt sem þau sjá og heyra hefur áhrif á þau. Allt í einu er þeim farið að langa rosalega mikið í „þennan síma“ eða „þessa úplu“ eða PRIME drykkinn – en þau vita samt ekki af hverju… Þess vegna eru auglýsingar – af því að…
-
Hvenær á ég eftir að nota þetta í framtíðinni?
Ég held ég geti fullyrt að enginn stærðfræðikennari hefur komist hjá því að fá spurninguna „hvenær á ég eftir að nota þetta í framtíðinni?“ þegar kemur að stærðfræði. Fyrst þegar ég byrjaði að kenna, þá var ég mikið að reyna að sanna fyrir nemendum að þeir ættu kannski eftir að nota þetta í framtíðinni. En…
-
Orðaforði í stærðfræði
Ef við ætlum að ná góðum tökum á einhverju, þá verðum við að geta tjáð okkur í orðum um það efni. Íslenskan er þekkt fyrir að hafa hátt í hundrað orð yfir snjó. Ef ég ætla að verða mikill snjófræðingur, þá er nauðsynlegt fyrir mig að þekkja þessi ólíku orð til að geta tjáð mig betur um þetta fyrirbæri sem…
-
Þakkargjörðardagurinn og heilinn okkar
Þrátt fyrir að Íslendingar haldi ekki upp á þakkargjörðardaginn og kannski óþarfi að apa upp allar erlendar hefðir, þá er ýmislegt jákvætt sem við getum lært af þeirri hátíð. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum þá kynntist ég þessari skemmtilegu hefð sem er mun alvarlegri og hátíðlegri hjá þeim en jólin hjá Íslendingum. Bandaríkjamenn leggja mikla…
-
Tvö atriði til að bæta einbeitingu
Ég hef áður talað um að 1 klukkutími sé ekki sama og 1 klukkutími í merkingunni að klukkutími fyrir hádegi jafnast ekki á við klukkutíma seint um kvöld t.d. þegar kemur að heimalærdómi Það er því mikilvægt að unglingurinn þinn átti sig á því þegar það kemur að því að læra heima eða læra undir próf, þá…
-
Eftir ákvörðun eru aðrar spurningar
Frumstæðasti hluti heilans er svokallaður eðluheili (e. reptilian brain). Eitt af hans hlutverkum er að forða okkur frá hættu, en hann hefur því miður endurskilgreint hvað er hættulegt. Hér áður fyrr var það hættan við að verða étinn af ljóni, en núna getur hættan verið að setjast niður og reikna stærðfræði. Eðluheilinn er því stanslaust…
-
Eigum við að hvetja nemendur til að herma?
Ég hef áður vitnað í Angelu Duckworth (sem skrifaði bókina Grit), en hún var spurð “Hvaða ráð gefur þú nemendum sem kemur þeim á óvart”. Hún svaraði að nemendur væru alltaf jafn hissa þegar hún segir þeim að herma eftir öðrum. Ekki herma þannig að þeir séu að svindla, heldur skoða hvað aðrir hafa gert eða hvernig…
-
Hvað finnst þér um stress?
Hvaða kemur upp í hugann þegar þú hugsar um orðið stress? Hvað finnst þér um stress?Þú mátt endilega spá í þessu örlitla stund áður en þú lest áfram. .. Þegar ég hugsa um stress, þá kemur upp í hugann prófkvíði sem margir nemendur glíma við, en einnig hvernig stress getur haft jákvæð áhrif á nemendur í…
-
Má hrósa fyrir hvað sem er?
Allir unglingar vilja hrós svo ef við sjáum hegðun sem okkur langar að endurtaki sig þá verðum við að vera útsjónarsöm og grípa tækifærið og hrósa. Því þá eru miklar líkur á að unglingurinn endurtaki hegðunina til að fá aftur hrós. En við verðum samt að fara mjög varlega í það fyrir hvað við erum…
-
Rannsóknarvinna og Post-it miði
Vissir þú að stærðfræði snýst oft um væntingastjórnun. Þó svo ég noti ekki hugtakið væntingastjórnun á námskeiðunum hjá mér, þá er ég að kenna nemendum að nálgast verkefnin með ákveðið viðhorf. Stærðfræðiverkefni eru stundum eins og bíómyndir. Ef einhver ný mynd kemur út og þú heyrir að myndin sé ÆÐI, þá ferðu að hafa háar…