fbpx

Besta leiðin til að læra

Besta leiðin til að læra efni er að hjálpa eða kenna öðrum það efni.

Margir nemendur halda að þeir þurfi að kunna efnið mjög vel til þess að kenna örðum og einnig að þeir séu að tapa tíma á að kenna öðrum.

En það er ekki þannig.

Þú þarft ekki að kunna efni mjög vel til að kenna öðrum.
Þú þarft bara að kunna örlítið meira en sá sem þú ert að kenna.

Og þú ert ekki að tapa tíma þegar þú sýnir öðrum hvernig á t.d. að reikna því þá ertu að auka skilning þinn á efninu og festa enn betur í minni það sem þú kannt fyrir.

Ef þú vilt að þinn unglingur nái góðum tökum á einhverju efni þá getur þú hvatt hann til að hjálpa eða kenna örðum.

En oft eru nemendur ekki í þeirri aðstöðu að geta kennt öðrum en þá er næst besta leiðin að tala upphátt.

Þegar við tölum upphátt þá erum við að gera hugsanir okkar skýrari næstum eins og við séum að kenna öðrum.


Posted

in

by

Tags: