Ef þú átt ungling sem stendur höllum fæti í stærðfræði, þá skiptir miklu máli að hann:
– fái kennsluefni við hæfi
– fái verkefni eða dæmi við hæfi
– fái endurgjöf á hvernig gengur með dæmin
– læri að tileinka sér stærðfræði hugarfar
En það er samt einn þáttur sem hefur einnig mikil áhrif, sem erfitt er að breyta og vinna með í kennslustund á unglingastigi. Það eru umhverfisáhrifin, t.d. hvað aðrir eru að hugsa um þig og hvað finnst öðrum um þig ef þú skilur ekki efnið.
Það er nefnilega oft þannig að þeir nemendur sem standa höllum fæti í stærðfræði þora ekki að spyrja í tímum, þora ekki að viðurkenna að þeir skilji ekki efnið og leggja töluverða vinnu á sig að líta út fyrir að vera uppteknir að læra, en eru bara að skrifa upp dæmin og svörin.
Þessir nemendur vilja ekki að aðrir fatti að þeir skilja lítið og þeim líður mjög illa yfir því að skilja ekki efnið. Eftir því sem tíminnn líður, þá eykst vandamálið og erfiðara verður að bregðast við.
En hvað er hægt að gera?
Það er t.d. hægt að koma á námskeið á netinu hjá mér, þar sem nemendur eru að fá kennsluefni við hæfi, verkefni við hæfi, endurgjöf á hvernig gengur með verkefnin og æfa sig í að tileinka sér stærðfræði hugarfar. Unglingar á námskeiðum hjá mér, geta horft á kennslumyndböndin eins oft og þeir þurfa, æft sig eins mikið og þeir þurfa, geta spurt mig spurninga ef þeir skilja efnið ekki nógu vel og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa um þá.
Vonandi líður ekki langur tími þar til stærðfræðin breytist í grunnskóla, en það þarf líklegast að gerast á yngsta stigi eins og með lesturinn. Nemendur þurfa að alast upp við að nálgast stærðfræðina með rannsóknar hugarfari, vera óhræddir við að spyrja, leggja áherslu á að ná að læra stærðfræðina á sínum hraða og fara ekki hraðar yfir efnið en þeir ráða við.