fbpx

Lesfimipróf – hraðlestur

Textinn hérna fyrir neðan er tekinn af vef Mennamálastofnunar ég valdi nokkra hluta til að ná tilætluðum orðafjölda.

Heildarorðin í textabútunum hérna fyrir neðan eru 218 orð.

Stilltu á 1 mínútu “timer” á símanum þínum og byrjaðu svo að lesa. Þú verður að lesa upphátt og skýrt. Nærð þú að lesa allan textann eins og fjórðungur nemenda í 8. bekk á að geta? Finnst þér eðlilegt að nemendur eigi að lesa svona hratt upphátt?

—– Byrjaðu að tímamæla þig eftir með því að lesa textann hérna fyrir neðan —–

Niðurstöður úr stöðlun lesfimiprófa Lesferils sýna að óverulegar framfarir eru frá miðstigi til unglingastigs og lesfimi nemenda við lok grunnskóla er ábótavant. Þannig ná einungis 64% nemenda viðmiði 1 við útskrift, 29% nemenda ná viðmiði 2 og aðeins 8% nemenda ná viðmiði 3. Lesfimiviðmið Menntamálastofnunar fela í sér væntingar um töluverðar framfarir í lesfimi frá því sem nú er. Setning þessara viðmiða er þó á engan hátt óraunhæf þar sem nýleg íslensk dæmi eru um miklar framfarir í lesfimi á skömmum tíma í sveitarfélögum þar sem lestrarmál voru tekin fastari tökum. Nefna má að í samanburði við önnur lönd benda niðurstöður PISA 2012 eindregið til þess að töluvert svigrúm sé til framfara hjá íslenskum nemendum. Vert er að geta þess að samkvæmt þeim upplýsingum sem bárust frá framhaldsskólunum telja framhaldsskólakennarar að nemendur á bóknámsbrautum þurfi að lágmarki að geta lesið um 180 orð á mínútu til að komast yfir það námsefni sem ætlast er til af þeim.

Mikilvægt er að fylgjast vel með lesfimi allra nemenda og stuðla að því að henni sé viðhaldið með markvissri þjálfun. Sérstaklega þarf að huga að lestri nemenda sem eru nærri viðmiði 1, því þeir eiga oftast í lestrarvanda. Viðbúið er að framhaldsskólar þurfi að þjálfa þá nemendur áfram í lestri til að þeir að geti nýtt sér lestur í daglegu lífi.