fbpx

Viðhorf hefur áhrif á virkni líkama og heila

Viðhorf okkar, hverju við trúum innst inni, hefur áhrif á það hvernig heilinn okkar og líkami starfar! Þess vegna skiptir miklu máli hverju unglingurinn þinn trúir (innst inni) þegar hann sest niður til að læra stærðfræði.

Hverju við trúum um heilsu okkar hefur áhrif á líkama okkar

Það hafa verið gerðar margar rannsóknir sem tengjast hverju við trúum og heilsu okkar. Hérna eru nokkur brot úr niðurstöðum rannsókna því tengdu:

Rannsókn sem gerð var á rúmlega 60.000 manns leiddi í ljós að þeir sem töldu sig vera að hreyfa sig mikið (þrátt fyrir að vera ekki að gera það) voru með betri heilsu en þeir sem töldu sig ekki hreyfa sig mikið (en voru samt sem áður að hreyfa sig jafn mikið og hinir). 1

Önnur rannsókn var gerð hjá fólki um fimmtugt. Þeir sem voru jákvæðir gagnvart því að eldast lifðu 7,5 árum lengur en þeir sem voru neikvæðir gagnvart því að eldast. 2

Hópi starfsmanna sem sá um þrif á hótelum var skipt í tvo hópa. Öðrum hópnum var sagt að störf þeirra við hótelþrifin uppfylltu ákveðnar ráðleggingar um virkan lífsstíl. Hinn hópurinn fékk ekki þessar upplýsingar. Starfsmenn í hvorugum hópnum breyttu hegðun sinni. Fjórum vikum seinna hafði hópurinn sem fékk upplýsingar um að þeir væru að vinna vinnu sem teldist hreyfing sem flokkaðist undir virkan lífsstíl urðu léttari, með lægri blóðþrýsting, minni líkamsfitu, mjórra mitti og minna BMI gildi. Sem sagt, hvað við hugsum og trúum varðandi hreyfingu getur leitt til þess að við léttumst og heilsa okkar verður betri. 3

Sem sagt ef við breytum hverju við trúum, viðhorfi okkar, þá hefur það áhrif á það hvernig líkaminn okkar starfar. En það sama á við um heilann okkar, hverju við trúum hefur áhrif á það hvernig heilinn okkar starfar.

Viðhorf hefur áhrif á virkni heilans

Viðhorf okkar þegar við erum að læra hefur áhrif á hvernig heilinn starfar

Calol Dweck hefur mikið rannsakað vaxandi hugarfar og hvernig það hefur áhrif á það hvernig við lærum. Í stuttu máli þá er vaxandi hugarfar, þegar ég trúi því innst inni að ég geti lært allt – en það getur að sjálfsögðu tekið tíma. Andstæðan við þetta er hamlandi hugarfar og það er þegar nemendur trúa því innst inni að það séu ákveðnir hlutir sem þeir geti ekki lært.

Niðurstöður rannsókna sýna með óyggjandi hætti að hverju nemendur trúa hefur áhrif á það hvernig heilinn þeirra starfar.

En hvernig skildi virkni heilans vinna úr þessari mismunandi trú nemenda?

Heilinn hjá nemendum sem hafa vaxandi hugarfar sýndi jákvæða virkni í heilanum þegar nemendur gerðu mistök – eitthvað sem gerðist ekki hjá nemendum með hamlandi hugarfar. Þessi jákvæða virkni er staðfesting á því að heilinn sé að bæta við nýjum tengingum eða styrkja tengingar sem eru fyrir. Þessir nemendur, með vaxandi hugarfar, græða á því að gera mistök, því þeir eru að læra eitthvað nýtt. 4

Þegar nemendur nálgast krefjandi verkefni í stærðfræði, þá skiptir öllu máli hverju þeir trúa áður en þeir takast á við verkefnið. Nemendur sem vinna krefjandi verkefni með vaxandi hugarfar, sýna jákvæðari virkni í heilanum, sem gerist ekki hjá nemendum sem þeir eru búnir að ákveða fyrirfram að þeir geti ekki leyst verkefnið.

Þegar ég byrjaði fyrst að kenna stærðfræði, þá kenndi ég “bara” stærðfræði – en ég var samt dugleg að hvetja nemendur áfram og láta þá finna að ég trúði því að þeir gætu lært allt.

En fljótlega eftir að ég byrjaði að kenna hellti ég mér í lestur um virkni heilans og hugarfar og þá áttaði ég mig á því að það er ekki hægt að kenna nemendum stærðfræði nema kenna þeim um virkni heilans og vinna með viðhorf sitt (hverju nemendur trúa) – það er forsenda þess að nemendur nái virkilega góðum tökum á stærðfræði.

Bestu kveðjur,
Gyða stærðfræðikennari
hjá stærðfræði.is

Heimildir:
1. O. H. Zhart og A. J. Crum, “Perceived Physical Activity and Mortality: Evidence from Three Natioally Representative U.S. Samples,” Health Psychology 36/11 (2007): 1017-25, https://doi.org/10.1037/hea0000531.
2. B. R. Levy o.fl., “Longevity Increased by Positive SelföPerceptions og Aging,” Journarl of Personality and Social Psychology 83/2 (2002): 261-70, https://doi.org/10.1037/0022-3514.83.2.261.
3. A. J. Crum og E.J. Langer, “Mind-Set Matters: Exercise and the Placebo Effect,” Psychological Science 18/2 (2007): 165-71, https://doi.org/10.1111/j.1467-9280.2007.01867.x.
4. J.S. Moser o.fl., “Mind your Errors: Evidence for a Neural Mechanism Linking Growth Mind-set to Adaptive Posterror Ajustments,” Psychological Science 22/12 (2011): 1484-89.


Posted

in

by

Tags: