Ég hef heyrt suma foreldra segja að einkatímar henti sínu barni betur heldur en að taka námskeið á netinu.
Ég get alveg tekið undir það en óþægindin fyrir nemandann (að þurfa að fara í heimsókn til einhvers ókunnugs á ákveðnum tíma), óþægindin fyrir foreldrið (að skutla og sækja í einkatímann) og kostnaðurinn (7.800 á tímann) er mikill…miðað við að taka námskeið í gegnum netið.
Ég er aðallega með tvennskonar námskeið, samræmdu námskeið og svo átaks námskeið.
Ef ég ætti að kenna í einkatíma það sem ég fer yfir á einni viku á átaks námskeiði, þá myndi það kosta 78.000 kr. og 4 vikna átaks námskeið í einkakennslu 312.000 kr.
En 4 vikna átaks námskeiðin í gegnum netið kosta bara 34.900 kr.
Næsta mánudag er ég að byrja með tvö Átaks námskeið Átak fyrir 9. bekk og svo Átak fyrir 10. bekk
Þessi átaks námskeið eru eins og nafnið gefur til kynna ÁTAK. Nemendur komast ekki upp með annað en að reikna þar til þeir ná góðum tökum á efninu sem ég legg fyrir. Ef þeir lenda í vandræðum þá geta þeir alltaf skoðað kennslumyndbönd frá mér eins oft og þeir þurfa. Ef nemendum gengur vel með dæmin, þá verða þau fljótt krefjandi til að tryggja það að allir nemendur séu að fá dæmi við hæfi.
Þessi átaks námskeið byrja núna á mánudaginn, skráningu á þau lýkur á miðnætti á laugardag (27. júlí).
Ég er með fá pláss á þessi námskeið þar sem eftirfylgni og vinna tengd hverjum einasta nemanda er mikil og því auglýsi ég ekki þetta námskeið í gegnum Facebook eins og samræmdu námskeiðin mín.
Næstu átaks námskeið verða næst eftir um tvo mánuði (23. september) svo ef þínum unglingi vantar strax að komast á réttan stað í stærðfræðinni og byggja upp frábæran og sterkan grunn fyrir skólaárið og framtíðina þá er tækifærið núna!
Ef þú hefur einhverjar spurningar hikaðu þá ekki við að senda mér póst á hjalp@staerdfraedi.is eða senda mér skilaboð í gegnum Facebook.