Ég hef verið að kenna stærðfræðinámskeið á netinu frá árinu 2013. Ég hef lagt mikinn metnað í að aðlaga og bæta námskeiðin mín eftir fremsta megni til að hámarka árangur nemenda á námskeiðum hjá mér.

Það sem er aðgreinir mig frá öðrum stærðfræðikennurum og stærðfræðinámskeiðum er að ég legg mikla áherslu á að vinna með viðhorf nemenda og styrkja sjálfstraust þeirra í stærðfræði. Nemendur sem eiga í erfiðleikum með stærðfræði þurfa að læra að nálgast stærðfræði með öðrum hætti en þeir hafa gert. Fyrir vikið verða þeir miklu betri stærðfræðingar og fer í flestum tilfellum að finnast stærðfræði skemmtileg!

Allir geta lært stærðfræði og allir geta orðið góðir í stærðfræði.

En nemendum þarf að langa til þess
og þeir þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig.

Kennslan eins og hún er í grunnskólunum hentar ekki öllum.
Ég myndi segja að stærsta vandamálið í grunnskólunum er bekkjarstærðin.
Það er gríðarlegt álag á kennara og þeir geta ekki sinnt
svona stórum hópi nemenda nægjanlega vel.

Það sem mér finnst sorglegast að heyra frá nemendum
er að þeir þora ekki að biðja kennarann sinn um aðstoð.
Þetta eru ekki endilega þeir nemendur sem standa höllum fæti
í stærðfræðinni, heldur líka nemendur sem eru sterkir í stærðfræði.

Námskeiðin mín eru hugsuð fyrir alla nemendur sem vilja standa sig vel í stærðfræði,
vilja getað spilað námsefnið eins oft og þeir þurfa, geta spurt mig spurninga
og fengið aðhald og aðstoð eftir þröfum.

Virkni heilans, hvatning, námstækni og próftækni eru einnig mitt áhugasvið og órjúfanlegur þáttur stærðfræðikennslunnar – og því veiti ég óspart ýmis “tips and tricks”  til þess að nemendur nái góðum tökum á stærðfræðinni.

Ég er stúdent af náttúrufræðideild frá Menntaskólanum í Reykjavík. Ég útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands með stærðfræði sem aðalfag og hef kennsluréttindi sem bæði grunn- og framhaldsskólakennari. Auk þess hef ég B.Sc. í tölvunarfræði og MA í mannauðsstjórnun.

Ég vann sem rekstrarstjóri í hugbúnaðarfyrirtæki í 7 ár á Íslandi, vann í 3 ár í bandarískum grunnskóla, kenndi stærðfræði á unglinga- og framhaldsskólastigi á Íslandi af fullum krafti og ástríðu frá 2013-2020 og kenni núna stærðfræði í framhaldsskóla.

Ef þú vilt fá upplýsingar um næstu námskeið skráðu þig þá á póstlista stærðfræði.is eða Facebook síðuna mína.