stærðfræði.is
stærðfræðinámskeið á netinu frá árinu 2013


Allir geta lært stærðfræði

Vissir þú að það er til auðveldari leið til að læra stærðfræði? 

Skráðu þig fyrir fríu myndbandi þar sem ég fer meðal annars yfir:

  • Venjulegu leiðina til að læra stærðfræði
  • Auðveldu leiðina til að læra stærðfræði
  • Hvernig þinn unglingur getur náð góðum tökum á stærðfræði
Já, sendu mér myndbandið!

Nafn þitt og netfang verður skráð á póstlista stærðfræði.is Gögnin þín eru vistuð í samræmi við persónuverndarstefnu stærðfræði.is. Þú getur afskráð þig af póstlista stærðfræði.is hvenær sem er.

Gyda

Gyða stærðfræðikennari

Hver er ég?

Ég heiti Gyða og er stærðfræðikennari.

Markmið mitt er ekki bara að kenna stærðfræði heldur líka að styrkja sjálfstraust nemenda í stærðfræði. Stór hluti af minni kennslu í námskeiðunum er að vinna með viðhorf nemenda til stærðfræði t.d. með því að kenna þeim að tileinka sér stærðfræði viðhorf, þjálfa þrautseigjuna og kenna þeim hvernig heilinn þeirra virkar!

Ég veit að allir geta lært stærðfræði og allir geta orðið mjög góðir í stærðfræði. Þegar nemendur átta sig á hvað þeir þurfa til að ná árangri í stærðfræði breytist oft viðhorf þeirra til stærðfræði.

Ég er stærðfræðikennari með réttindi til að kenna bæði í grunn- og framhaldsskóla og hef áratugareynslu af því að kenna stærðfræði í skólum.

Ég stofnaði stærðfræði.is í mars árið 2013 og síðan þá hef ég verið að kenna námskeið á netinu fyrir nemendur í 7. - 10. bekk.


© Gyða Guðjónsdóttir - stærðfræði.is - Persónuverndarstefna